fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví ljóstrar upp hver beri ábyrgð á höfrungahlaupinu – „Gögn upplýsa hræsni þeirra“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. febrúar 2020 09:18

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn ein kjarabaráttan og enn og aftur fer höfrungakórinn að kyrja sinn söng. Í þetta skiptið er höfrungakórinn svo óheppinn að gögn og upplýsingar eru almennt miklu aðgengilegri en á árum áður og það er hægt að skoða hvort ásakanir um höfrungahlaup eru réttar.“

Þetta skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í Morgunblaðið í dag hvar hann fjallar um hið svokallaða höfrungahlaup, eða víxl hækkanir og launaskrið sem einkennt hefur íslenska kjarabaráttu í gegnum árin. Þegar einn hópur fær launahækkun í kjarasamningum þá heimtar næsti hópur sömu, eða hærri, hækkun. Og svo koll af kolli, með tilheyrandi kostnaði.

„Árið 2015 fullyrti fjármálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið að „við þurfum að stöðva þetta höfrungahlaup“. Rétt rúmu ári síðan kom svo ákvörðun kjararáðs um launahækkun þingmanna og æðstu ráðamanna. Augljóslega tókst fjármálaráðherra ekki það sem hann ætlaði sér, því þannig er mál með vexti að þetta svokallaða höfrungahlaup er bara fyrir tekjuhærra fólk,“

segir Björn Leví og rýnir í tölfræðina máli sínu til stuðnings.

Hann ber saman laun annarrar tekjutíundar (T2) og efstu (T10) frá 1991:

  • Laun hjóna í sambúð í annarri tekjutíund, fasteignaeigendur með eitt til tvö börn hafa hækkað um rétt rúm 35% á meðan sami hópur efstu tekjutíundar hefur hækkað um tæp 83%.
  • Á leigumarkaði hefur önnur tekjutíundin hækkað um 49% en efsta tekjutíundin um 82%.
  • Einstæður karl í annarri tekjutíund hefur hækkað um 13% en sá í efstu tekjutíund hefur hækkað um 51%.
  • Á leigumarkaði hefur önnur tekjutíundin hækkað um 51% en efsta um 55%.
  • Einstæð kona í annarri tekjutíund hefur hækkað um 21% en um 52% í efstu tekjutíund.
  •  Einstæð kona á leigumarkaði í annarri tekjutíund hefur hækkað um 64%, aðallega út af breytingum í bótakerfi árið 1995, en efsta tekjutíundin þar hefur hækkað um 62%.

Hátekjufólki að kenna

„Miðað við þessar tölur; hvar kemur „höfrungahlaupið“ fram? Hjá eignafólki með hærri tekjur. Ef það á að „stöðva“ höfrungahlaupið þarf að stöðva það hjá þeim sem eru með hæstu tekjurnar. Hið svokallaða höfrungahlaup er ekki láglaunafólki að kenna því þau sem eru með hæstu launin fá þá hækkun og bæta svo um betur,“

segir Björn Leví.

Hann nefnir þó að fyrir utan hrunið, hafi þróunin síðustu sex ár verið eilítið sérstök, þar sem lægri tekjutíundir hafi hækkað hlutfallslega meira en hærri tekjutíundir:

„Sú þróun er þó enn langt frá því að bæta upp þá almennu þróun sem gögnin ná yfir aftur til ársins 1991, ná meira að segja ekki að bæta upp þá þróun sem hefur orðið á launum tekjutíunda síðan 2009.“

Áróðurstækni SA

Björn beinir því næst orðum sínum að Samtökum atvinnulífsins og þeirra sem hafa jafnan talað gegn launahækkunum af ótta við að nýtt höfrungahlaup hæfist og biður þá um að horfa í eigin barm:

„Höfrungakórinn, þar sem laglínurnar fjalla um ábyrgð láglaunastétta, hefur því aldrei átt rétt á sér. Miðað við söguna er hins vegar tilefni til þess að breyta laglínunni og syngja höfrungalagið til þeirra tekjuhærri. Höfrungahlaupið er þeirra leikur og það er klassískt áróðurstæki að smyrja áróðri frá þeim sem eiga hann skilið yfir á þá sem eiga það ekki. Gögn upplýsa hræsni þeirra. Gögn eru uppskriftin að betra og upplýstara samfélagi. Meiri gögn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega