fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Eyjan

Segja Guðmund hafa brotið gegn heiðursmannasamkomulagi – „Getum við því ekki setið hjá lengur“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 16:42

Guðmundur við ráðhúsið á Ísafirði. Mynd: Ágúst G. Atlason / gusti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson, sem hætti sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í lok janúar, var í ítarlegu viðtali við Mannlíf í dag þar sem hann útskýrir brotthvarf sitt úr bæjarstjórastólnum. Sagðist hann ekki hafa viljað vera strengjabrúða, heldur stjórnandi og gat ekki sætt sig við skilyrði sem honum voru sett eftir átakafund.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður bæjarráðs, Hafdís Gunnarsdóttir, segir við héraðsmiðilinn bb.is að með viðtalinu hafi  Guðmundur brotið gegn heiðursmannasamkomulagi sem hann sjálfur hafi stungið upp á við starfslok sín.

„Var það gert munnlega. Nú hefur hann margoft vanefnt það samkomulag með ítrekuðum viðtölum í fjölmiðlum. Ljóst er að umræðan hans er farin að bitna á okkar litla samfélagi og getum við því ekki setið hjá lengur“

segir Hafdís sem boðar viðbrögð frá meirihlutanum á næstunni.

Sjá nánar: Guðmundur ljóstrar upp um starfslokin:„Var verið að leita að strengjabrúðu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar Þór harðorður og hraunar yfir Drífu – „Þessir svikarar við launafólk lýðskruma nú úr sér raddböndin af réttlætiskennd“

Ragnar Þór harðorður og hraunar yfir Drífu – „Þessir svikarar við launafólk lýðskruma nú úr sér raddböndin af réttlætiskennd“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn segir Brynjar vera annaðhvort óheiðarlegan eða heimskan – „Nema hvort tveggja sé“

Björn segir Brynjar vera annaðhvort óheiðarlegan eða heimskan – „Nema hvort tveggja sé“