fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Brynjar baunar á Loga: „Þá getum við alveg eins lokað þjóðina inni í Egilshöll með Ingu Sæland“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í Kastljósi í vikunni horfa til VG, Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf að loknum kosningum á næsta ári, aðspurður hvaða flokkum hann gæti hugsað sér að vinna með.

Taldi hann málefnaskrá Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins ekki samræmast stefnu Samfylkingarinnar og útilokaði þar með samstarf með þeim eftir næstu kosningar.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur samstarf þessara flokka hinsvegar ekki hafa reynst heilladrjúgt á sveitarstjórnarstiginu við stjórn Reykjavíkurborgar og gerir grín að orðum Loga:

„Nú hefur stórvinur minn, Logi Einarsson, lýst því yfir að hann muni hvorki starfa með mér né Sigmundi Davíð eftir næstu kosningar. Hann ætlar sem sagt í næstu þingkosningum að selja þjóðinni sama meirihlutann og er í borginni. Þá getum við alveg eins lokað þjóðina inni í Egilshöll með Ingu Sæland. Hvað sem segja má um Loga minn, þá er hann ekki heigull.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt