fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Vigdís klagar Helgu til Vinnueftirlitsins – „Hef óskað eftir því að hún víki af fundi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur kvartað formlega til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra, og gerir alvarlegar athugasemdir við að Helga sitji fundi sem Vigdís þarf að sitja vegna starfa sinna, í ljósi fyrri samskipta þeirra, og þar sem Helga geti hæglega látið staðgengil sinn sitja fyrir sig. Helga hefur kært Vigdísi fyrir einelti og borið hana þungum sökum þrátt fyrir að Vigdís staðhæfi að þær hafi hist örsjaldan.

Nú sakar Vigdís Helgu um eineltistilburði í sinn garð.

Vigdís segir í kvörtun sinni til Vinnueftirlitsins að Helga Björg hafi ráðist að sér í fjölmiðlum og reynt að sverta mannorð sitt. Hún hafi þrívegis orðið að taka á móti ábyrgðarbréfum þess efnis að hafin væri rannsókn gegn sér vegna eineltiskvartana Helgu. Þrátt fyrir þetta sitji Helga fundi þar sem hún er viðstödd. Hefur Vigdís óskað eftir því að Helga víki af fundum en ekki hefur verið orðið við því. Mál á hendur Vigdísi vegna eineltiskvartana Helgu er núna til meðferðar hjá siðanefnd íslenskra sveitafélaga.

Kvörtun Vigdísar til Vinnueftirlitsins er eftirfarandi:

Góðan dag

Ég sé mig knúna til að leggja fram formlega kvörtun vegna skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara.

Ég er kjörin fulltrúi og ber samkvæmt lögum að sitja fundi í þeim ráðum sem ég er kjörin til. Forsaga þessa máls er að ég las upp úr héraðsdómi í borgarstjórn þar sem segir í dómsorði að yfirmenn mega ekki koma fram við undirmenn sína eins og dýr í hringleikahúsi. Síðan þá hefur þessi aðili ráðist að mér í fjölmiðlum og reynt að sverta mannorð mitt. Hún ber mig þungum sökum og sakar mig um einelti þrátt fyrir að hafa einungis hitt mig tvisvar eða þrisvar þegar hún setti málið af stað.

Í þrígang hef ég verið ónáðuð á heimili að kvöldi til – til að taka á móti ábyrgðarbréfum þess efnis að hafin væri rannsókn gegn mér.
Meirihlutinn stofnaði rannsóknarrétt ráðhússins mér til höfuðs og reynt var í tvígang að þvæla mér inn í það ólögbundna ferli.

Núna er opið mál á hendur mér hjá siðanefnd íslenskra sveitarfélaga sama efnis. Að þessu sögðu er það óásættanlegt fyrir mig að nú er þessi aðili farin að mæta á fundi borgarráðs – hefur það gerst í tvígang og síðast nú í morgun. Hvernig má það vera að hún sækist í að sitja sömu fundi og ég sem er meintur „gerandi og ofbeldismaður“ í málinu.

Hef ég óskað eftir því að hún víki af fundi en við því hefur ekki verið orðið. Allir embættismenn borgarinnar eru með staðgengla – hún líka og samkvæmt öllum eineltisfræðum á hún að forðast að vera í návist minni.

Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð.

Ég óska eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í þessu sérstæða máli.

Með bestu kveðju
Vigdís Hauksdóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins