fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Eyjan

Katrín tekur tillit til blóðugrar valdabaráttu Bjarna um haustkosningar – Sökuð um sýndarsamráð

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég á að segja hug minn allan þá segi ég: það kostar blóð, svita og tár að kom­­ast til valda. Af hverju í ó­sköp­unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en að lög segja til­ um?“

sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í Silfrinu á sunnudag, aðspurður um hvenær næstu Alþingiskosningar færu fram á næsta ári, að vori, eða hausti.

Núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum þann 30. nóvember 2017 og ættu kosningar samkvæmt því að fara fram að hausti, eða undir lok október, þegar kjörtímabilinu lýkur formlega. Hins vegar er hefð fyrir vorkosningum hér á landi.

Haustið eðlilegra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir við Kjarnann að hún útiloki ekki kosningar að vori, en bendir á að kjörtímabilið sé til loka október á næsta ári og því sé eðlilegt að kjósa þá. Tekur hún þar með undir orð Bjarna í Silfrinu. Hún segist þó taka til greina álit annarra flokka.

Hinsvegar hefur verið bent á að venju samkvæmt sé kosið að vori á Íslandi.

Sýndarsamráð

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í Kastljósinu í gær að margt mæli með vorkosningum, svo hægt væri að leggja fram vönduð fjárlög. Hann minntist einnig á orð Bjarna í Silfrinu og sagði þau til marks um að Bjarni óttaðist að missa völdin:

„Mér finnst ekki skrítið að hann vilji hanga á stólnum sínum leng­ur.“

Þá sagði hann einnig að Katrín hefði ekki haft neitt samráð við sig um málið ennþá, en Katrín sagði í desember að hún hygðist boða alla formenn til fundar um málið í lok þingvetrar. Það hefur enn ekki verið gert.

Viðreisn vill kosningu að vori, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins. Hún segir við Kjarnann að ekkert samráð hafi verið haft við sig um málið og nefnir að um „sýndarsamráð“ sé að ræða, líkt og hún hafi ítrekað upplifað á kjörtímabilinu.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata , vill einnig að kosið sé að vori og segir Katrínu ekkert samráð hafa haft við Pírata vegna málsins. Hún undraðist að Bjarni hefði talað með slíkum hætti í Silfrinu um hvenær væri eðlilegt að kjósa, þegar ekkert samráð hefði verið haft við formenn stjórnarandstöðuflokkana um málið, líkt og lofað hefði verið.

„Það er bæði ófag­legt og ólýð­ræð­is­legt að vinna fjár­lög í svona mik­illi tíma­þröng. Einnig væri slæmt að hafa svona stutt á milli alþing­is- og sveita­stjórn­ar­kosn­inga,“

segir Halldóra við Kjarnann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Hrun blasir við kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi – „Ein af fyrstu atvinnugreinum sem leggjast af í kreppu – Í einu orði sagt hræðilegt“

Hrun blasir við kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi – „Ein af fyrstu atvinnugreinum sem leggjast af í kreppu – Í einu orði sagt hræðilegt“
Eyjan
Í gær

Kauptilboðum fasteigna fækkar um 30% – Mikil óvissa á markaði vegna Covid-19

Kauptilboðum fasteigna fækkar um 30% – Mikil óvissa á markaði vegna Covid-19
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður sakar Viðskiptablaðið um rasisma –  „Íhaldið á bágt þessa dagana“

Þingmaður sakar Viðskiptablaðið um rasisma –  „Íhaldið á bágt þessa dagana“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan vill að meira sé gert vegna Covid – 19 – Sameinast um 30 milljarða innspýtingu

Stjórnarandstaðan vill að meira sé gert vegna Covid – 19 – Sameinast um 30 milljarða innspýtingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sonja Ýr fordæmir umsögn Viðskiptaráðs – „Kemur eins og köld gusa í andlit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga mannslífum“

Sonja Ýr fordæmir umsögn Viðskiptaráðs – „Kemur eins og köld gusa í andlit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru 15 aðgerðir landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19

Þetta eru 15 aðgerðir landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19