fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

100 milljóna framúrkeyrsla í Ráðhúsinu – „Það er ekki eðlilegt. Við þurfum að hugsa um fé íbúa“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 20:01

Inni í Ráðhúsinu - Skjáskot úr kvöldfréttum RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok árs 2018 var það ákveðið að nota 5 milljónir króna í að skipta um gólfdúk og fleiri úrbætur á bókasafninu í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi. Nú stefnir það hins vegar í að verkefnið muni kosta rúmlega 100 milljónir. Bæjarfulltrúar Árborgar vilja að gerð sé rannsókn á framkvæmdunum. RÚV greinir frá þessu.

Þessar 5 milljónir eru nú komnar upp í 65 milljónir. Búist er við því að það eigi enn eftir að bætast við útgjöld upp á 40 milljónir. Heildarkostnaðurinn mun því hljóða upp á 105 milljónir, 100 milljónum meira en upphaflega var gert ráð fyrir.

„Það er nú meginmálið“

Gísli Halldór Gíslason, bæjarstjóri í Árborg, segir að það megi rekja aukna kostnaðinn til þess að það þurfti að flytja þjónustuver ráðhússins niður á bókasafn þegar það var byrjað að dúkleggja þar. „Það er nú meginmálið,“ segir Gísli. „Síðan gleymist að, þegar gerður er viðauki, að þá hefur gleymst að setja inn kostnað vegna hönnunar.  Það er auðvitað þannig að þegar þú ferð í að hanna svona stórt og gott hús og velur þér arkitekta að þú ætlar kannski ekki að taka þann ódýrasta. Þú ætlar að reyna að fá þann sem skilar þér góðri vinnu.“

Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og fulltrúi minnihlutans, tjáir sig um málið við RÚV. „Í öllum svona opinberum framkvæmdum þarf að byrja á því að teikna, byrja á því að ráða arkitekta, síðan þarf að teikna þetta upp og síðan þarf að fá tilboð í verkið í heild sinni og vinna það eftir þeim vinnubrögðum. Það eru eðlileg vinnubrögð,“ segir Gunnar en hann vill meina að það hafi ekki verið raunin í þessu verkefni.

„Það er ekki eðlilegt“

Þar sem verkefnið var talið vera fyrir neðan útboðsmörk þá var það ekki boðið út. Fulltrúar minnihlutans óska nú eftir því að óháð úttekt verði gerð á framkvæmdunum og ákvarðanatöku. Bæjarstjórinn telur það þó eðlileg að framkvæmdirnar hafi farið fram úr áætlun. Þó segir hann að þegar kostnaðurinn verður metinn þá megi draga lærdóm af þeim og breyta verklagi.

Gunnar er þó ekki sammála því. „5 milljónir í tæpar hundrað milljónir eða yfir hundrað milljónir, er það eðlilegt? Nei það er ekki eðlilegt. Við þurfum að hugsa um fé íbúa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega