fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Eyjan

Sakar stjórnarmenn Samherja um svikin loforð – „Sýnir greinilega hvernig þeir koma fram við namibíska verkamenn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt New Era vefmiðlinum í Namibíu mun Saga Seafood, sem er í eigu Samherja, hætta starfsemi í lok næsta mánaðar. Fyrirtækið var skráður eigandi togarans Sögu, en alls störfuðu um 210 sjómenn hjá fyrirtækinu, sem í frétt New Era eru allir sagðir atvinnulausir eftir að ekki náðust samningar um að selja kvótann til þarlendra fyrirtækja.

Samherji var með þrjú skip að störfum í Namibíu, Geysi, Sögu og Heinaste, sem var gerður upptækur af namibískum yfirvöldum fyrir skemmstu. Í frétt New Era eru áhafnir Sögu og Geysis sagðar í lausu lofti varðandi atvinnu, en verkalýðsfélög ytra funduðu með fyrirtækinu á mánudag um framtíðarlausn.

Mættu ekki á fundinn

Formaður verkalýðsfélagsins National Union of Namibian Workers (NUNW), Phillip Munenguni, sagði í gær að forsvarsmenn Sögu Seafood hefðu tilkynnt atvinnumálaráðuneytinu og verkalýðsfélögunum að félagið hygðist hætta starfsemi og eru stjórnarmenn Samherja sagðir hafa sleppt því að mæta á fundinn á mánudag, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða. Aðeins hefði fulltrúi þeirra, Jack Thiart mætt á fundinn:

„Þetta sýnir greinilega hvernig þeir koma fram við namibíska verkamenn“ er haft eftir Munenguni, sem segir uppsagnarbréfin afhent í dag. Hann óttast einnig afdrif 32 skipsverja Geysis sem sigldu til Máritaníu fyrir nokkru:

„Við höfum enga vitneskju um velferð áhafnarinnar sem var tekin með í för. Okkur fýsir að vita hvort þeir eru enn að störfum, en gefið var í skyn að það færi eftir hvernig samninga þeir væru með. Við erum að reyna að ná sambandi við þá. Við óttumst að íslendingarnir segi þeim upp á staðnum. Við vitum ekki hvar þeir eru, eða hvað er að gerast hjá þeim en við reynum okkar besta að staðsetja þá.“

Ekki á vegum Samherja

Samherji gaf út tilkynningu þann 6. febrúar um að fyrirtækið myndi uppfylla allar sínar skyldur í Namibíu og vinna með yfirvöldum þar samkvæmt lögum og reglum:

„Áður en Samherjasamstæðan mun alfarið hætta starfsemi í Namibíu munu dótturfyrirtæki samstæðunnar í landinu uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þessi fyrirtæki. Fulltrúar Samherja hafa fundað með þeim sjómönnum sem eiga í hlut og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Samherji mun leitast við að veita eins mörgum þeirra áframhaldandi vinnu og mögulegt er. Þá einkum þeim sem tengjast Heinaste.“

Í svari Samherja við fyrirspurn Eyjunnar þann 31. janúar var tekið fram að útgerðin sem hafi leigt skipið Sögu sé ekki á vegum Samherja og að Samherji hafi gert upp öll laun og skuldir:

„Skipið Saga var leigt til Namibísks fyrirtækis sem hefur ekki fengið kvóta á skipið í Namibíu og getur þess vegna ekki veitt í lögsögu landsins. Við getum ekki svarað fyrir þá útgerð, hún er ekki á okkar vegum. Laun hafa verið gerð upp við áhöfn skipsins samkvæmt samningum og engar skuldir eru útistandandi. Sjómönnunum hefur enn ekki verið sagt upp en ef það gerist þá verður gert upp við þá í samræmi við þeirra lagalegan rétt og eftir Namibískum lögum. Samherji hefur greitt öll gjöld, skatta, veiðiheimildir, laun osfrv. Samherji hefur og mun uppfylla allar lagalegar skyldur í Namibíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg breytir innheimtureglum vegna Covid-19

Reykjavíkurborg breytir innheimtureglum vegna Covid-19
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskur Harvard læknir – „Munum eiga í átökum við veiruna í marga mánuði í viðbót“ – Segir þrjár leiðir í boði

Íslenskur Harvard læknir – „Munum eiga í átökum við veiruna í marga mánuði í viðbót“ – Segir þrjár leiðir í boði