fbpx
Föstudagur 10.apríl 2020
Eyjan

Reykjavík í rusli: Skorað á borgarstjóra – „Hann ætti að tína þetta upp“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfall Eflingar hefur staðið yfir í 10 daga og hefur haft víðtækar afleiðingar í Reykjavík, ekki síst fyrir barnafólk, vegna lokana leikskóla. Annar angi er þó á verkfallinu, þar sem allir borgarstarfsmenn Eflingar í sorphirðu hafa einnig lagt niður störf og eru ruslatunnur Reykjavíkurborgar víða yfirfullar. Því fýkur ruslið um borgina sem aldrei fyrr.

Samkvæmt Hjalta Guðmundssyni, skrifstofustjóra umhverfis – og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sjá þó verktakar um miðborgarhreinsun á skilgreindum svæðum einu sinni á dag, en það dugar skammt. Hvetur hann almenning til þess að ganga snyrtilega um og koma ruslinu í endurvinnslustöð.

Borgarstjóri má ganga í verkið

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og sjálfskipaður útlitsrýnir Sjálfstæðisflokksins, leggur til að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri beiti sér sjálfur í málinu:

„Æðsti stjórnandi borgarinnar hefur leyfi til að ganga í öll störf. Hann ætti að tína þetta upp og fara með í Sorpu.“

Afsláttur ?

Þá spyr Björgvin Guðmundsson, einn eigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu KOM, hvort að borgarbúar fái ekki afslátt af gjöldum borgarinnar meðan á verkfallinu stendur, og beinir orðum sínum til Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs:

„Gjöld [sveitarfélaga] mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu,“ segir í lögum. Nú fá borgarbúar ekki rusl hirt og þurfa margir að vera heima með börnum. Fá þeir þá ekki afslátt af þessum gjöldum? @Reykjavikurborg @ThordisLoa“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta vill Vilhjálmur að bankarnir geri til að bjarga heimilum og fyrirtækjum – „Eina vitið“

Þetta vill Vilhjálmur að bankarnir geri til að bjarga heimilum og fyrirtækjum – „Eina vitið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur segir Vinnumálastofnun að horfa framhjá lagabókstafnum – Sjötugir og eldri mega sækja um bætur

Ásmundur segir Vinnumálastofnun að horfa framhjá lagabókstafnum – Sjötugir og eldri mega sækja um bætur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Icelandair er ekki að verða gjaldþrota“ segir forstjórinn sem hyggst ekki leita á náðir ríkisins

„Icelandair er ekki að verða gjaldþrota“ segir forstjórinn sem hyggst ekki leita á náðir ríkisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi