fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Jóhann hitti Portúgala á pöbb: Ræddu muninn á húsnæðislánunum – „Er það ekki einmitt það sem okkur Íslendinga vantar?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsasmíðameistarinn Jóhann L. Helgason skrifar um fasteignalán í Morgunblaðið í dag.

Hann lýsir því er hann hitti Portúgala á pöbb í Reykjavík fyrir fjórum árum og spjallaði um muninn á lánamarkaði Íslands og Portúgals/Spánar yfir Guinnes bjór:

„Spurður um íslenskt fjölskyldulíf og íbúðalán lagði ég ekki á Portúgalann að reyna að skilja og að útskýra fyrir honum íslenska lánakerfið ásamt hinu séríslenska verðtryggingarfyrirbæri þar sem lán hækkuðu um hver mánaðamót og allar kollsteypurnar sem íslenskir lántakendur hafi þurft að ganga í gegnum síðastliðna áratugi. Það er ótrúlegt og illskýranlegt og væri alveg til að æra óstöðugan að reyna slíkt við útlending,“

segir Jóhann og nefnir að hann hafi útskýrt fyrir útlendingnum að íslensk lán væru þau dýrustu í heimi.

Allt annað ytra

Jóhann nefnir að kerfið sé mun betra þar ytra og vextir mun lægri:

„Sagði hann að mjög gott kerfi væri á lánamálum í bæði Portúgal og á Spáni, þar væru vextir lágir eða um 2-2,5%. Þar væri hægt að kaupa litla íbúð frá ca. 60 ferm á 25.000 evrur og upp úr og auðvitað fer verðið eftir hverfum og stærðum. Af ca. 40.000 evra íbúðarláni til 15 ára væri afborgun um 260 evrur á mánuði, í jafngreiðslukerfi þar sem lánin lækkuðu mánaðarlega ásamt vöxtunum, en eignarhlutur lántakanda hækkaður upp á móti. Fólk tæki ekki lengri lán en til 20 ára, 10 til 15 ára lán algengust,“

segir Jóhann.

Rúsínan í pylsuendanum

„Enginn fær lán í þessum löndum eftir 73 ára aldur. Alveg stórkostlegt. Halló og húrra fyrir því. Er það ekki einmitt það sem okkur Íslendinga vantar?“

spyr Jóhann og nefnir að fimmtugur maður fengi lán til 23 ára og sextugur maður fengi 13 ára lán:

„Og hvað segir þetta okkur annað en allt jákvætt, ekki aðeins fyrir lántakendur heldur þjóðfélagið allt. Fólk kemur inn í eftirlaunaaldurinn í þessum löndum skuldlaust, sem segir okkur að framfærslu krafan sé ekki mikil eða jafnvel sára lítil. Fólk á sitt húsnæði og hefur ellilífeyrinn sem dugar vel nema auðvitað í undantekningartilvikum,“

segir Jóhann.

Komið nóg

Hann segir að á Íslandi komi stór hluti eldri borgara inn í eftirlaunaaldurinn með miklar skuldir á bakinu eftir dýra lántöku til að haaf þak yfir höfuðið:

„Og í þessu samhengi er ekki erfitt að sjá að það er einmitt þessi stóri hópur eldri borgara sem eru að sækjast í töluvert betra líf erlendis m.a. á Spáni og Portúgal sem og í öðrum löndum Evrópu. Á meðan íslenskt þjóðfélag er í þessu skötulíki, ekki aðeins gegn eldri borgurum heldur ekki síður ungu fólki þessa lands, þá mun flótti Íslendinga halda áfram sem aðeins verður fyrirbyggður með stórbættu íslensku þjóðfélagi. Engin lán af neinum toga eftir 73 ára aldur er fín byrjun, og er þá ekki bara komið nóg?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus