fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Áslaug Arna hyggst leggja niður mannanafnanefnd – „Leitast við að koma til móts við ríkjandi viðhorf í samfélaginu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarpsdrög Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um ný heildarlög um mannanöfn var kynnt í samráðsgáttinni í gær. Frumvarpinu er ætlað að auka til muna frelsi við nafngjöf og afnema eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna, bæði eiginnafna og kenninafna, og auka heimildir til nafnbreytinga, líkt og segir í drögunum:

„Er þannig leitast við að koma til móts við ríkjandi viðhorf í samfélaginu um mannanöfn.“

Í drögunum er nefnt að aðeins skuli lágmarksákvæði um skyldu til skráningar nafna vera við lýði og réttur fólks til að ráða sjálft nöfnum sínum og barna sinna verði festur í sessi:

„Og á sama tíma reynt að draga úr afskiptum opinberra aðila með hliðsjón af friðhelgi einkalífs.“

Af þessu leiðir að þörfin fyrir mannanafnanefnd er engin:

„Þar sem frumvarpið felur í sér að skráning nafna verði háð óverulegum takmörkunum er gert ráð fyrir að mun minni þörf verði fyrir aðkomu nefndar eins og mannanafnanefndar. Er því lagt til að hún verði lögð niður. Um ágreiningsmál sem upp kunna að koma verði úrskurðað í ráðuneytinu en reiknað er með að mun færri mál muni sæta kæru en verið hefur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins