fbpx
Föstudagur 10.apríl 2020
Eyjan

Ástráður íhugar aðra málsókn gegn íslenska ríkinu – Fimm sinnum verið hafnað af hinu opinbera

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástráður Haraldsson héraðsdómari, íhugar nú að stefna íslenska ríkinu. Telur hann á sér hafa verið brotið með ákvörðun dómsmálaráðherra um skipun tveggja dómara við Landsrétt í síðustu viku, hvar Ástráður var meðal umsækjenda. Þetta kemur fram í bréfi Ástráðs til dómsmálaráðherra og sem Kjarninn hefur undir höndum og greinir frá.

Ástráður var einn af fjórum umsækjendum um stöðuna, en tveir þeirra, Ástráður og Ása Ólafsdóttir prófessor, voru metin hæfust af hæfisnefnd. Mat hæfisnefndar breyttist hinsvegar eftir að andmælaréttur var liðinn, því þá var Sandra Baldvinsdóttir metin jafnhæf Ástráði, en hún hafði skilað andmælum til nefndarinnar, en Ástráður hafði ekki séð ástæðu til þess, enda metinn hæfastur ásamt Ásu.

Allsstaðar hafnað

Hefur Ástráður fjórum sinnum reynt að fá starf dómara við Landsrétt, án árangurs. Frægast er hið svokallaða Landsréttarmál þegar Ástráður sóttist fyrst eftir stöðu Landsréttardómara árið 2017. Það varð til þess að velta þáverandi dómsmálaráðherra úr stóli, Sigríði Á. Andersen, eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að allir 15 dómarar Landsréttar hefðu verið skipaðir með ólögmætum hætti. Fékk Ástráður þá 700 þúsund dæmdar í miskabætur.

Í því máli var Ástráður metinn 14. hæfasti umsækjandinn, en Sandra var metin sú 22. hæfasta sem Ástráður bendir á í bréfi sínu vegna nýrrar skipunar.

Þá má geta þess að í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins um þá sem sóttu um starfið nú síðast, gleymdist að setja nafn Ástráðs, vegna mannlegra mistaka.

Ástráður sótti einnig um starf borgarlögmanns árið 2017, en þar var Ebba Schram valin framyfir hann. Fékk Ástráður þrjár milljónir frá Reykjavíkurborg vegna þess, þar sem sannað þótti að Reykjavíkurborg hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Ebbu. Hefur hið opinbera því fimm sinnum hafnað Ástráði, þó svo hann hafi í tvígang verið metinn hæfur, eða hæfastur til að gegna þeim störfum sem hann hefur sótt um.

Ástráður var einnig sakaður um að hafa slegið dreng kinnhesti sem kennari fyrir nokkrum árum og væri því óhæfur dómari:

Sjá nánar: Bæjarfulltrúi sakar héraðsdómara um líkamlegt ofbeldi – „Ég tel hann óhæfan“

Sjá nánar: Ástráður fær 3 milljónir – „Niðurstaðan er viðunandi fyrir Reykjavíkurborg“

Sjá nánar: Ástráður gleymdist vegna mannlegra mistaka – Var einnig meðal umsækjenda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta vill Vilhjálmur að bankarnir geri til að bjarga heimilum og fyrirtækjum – „Eina vitið“

Þetta vill Vilhjálmur að bankarnir geri til að bjarga heimilum og fyrirtækjum – „Eina vitið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur segir Vinnumálastofnun að horfa framhjá lagabókstafnum – Sjötugir og eldri mega sækja um bætur

Ásmundur segir Vinnumálastofnun að horfa framhjá lagabókstafnum – Sjötugir og eldri mega sækja um bætur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Icelandair er ekki að verða gjaldþrota“ segir forstjórinn sem hyggst ekki leita á náðir ríkisins

„Icelandair er ekki að verða gjaldþrota“ segir forstjórinn sem hyggst ekki leita á náðir ríkisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi