fbpx
Föstudagur 10.apríl 2020
Eyjan

Þingmenn koma Loga til varnar – „Hef ekki heyrt slíkar raddir“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 09:04

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Las fréttaskýringu í Fréttablaðinu um formanna- og varaformannapælingar. Margt skrafað, eins og gengur. Þar kemur fram að Samfylkingin hafi verið á flugi að undanförnu í skoðanakönnunum, sem er rétt. En svo kemur líka fram að einhverjum innan flokksins þyki Logi formaður ekki nógu „sterkur leiðtogi“. Ég hef ekki heyrt slíkar raddir, enda skrýtin ályktun að draga af góðu gengi flokksins,“

segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um fréttaskýringu Fréttablaðsins í dag, þar sem segir:

„Þótt Logi Einarsson sé almennt vel liðinn formaður eru skiptar skoðanir um leiðtogahæfni hans og heimildir Fréttablaðsins herma að rætt sé í þröngum hópum um þörf fyrir öflugri leiðtoga.“

Óvíst með arftaka

Helga Vala Helgadóttir, Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður eru öll nefnd til mögulegir arftakar Loga, en Dagur og Heiða bera allt slíkt tal til baka og segjast ekki á leið í landsmálin og er Helga sögð líklegri til að gefa kost á sér til varaformanns þar sem hún vinni vel með Loga, en hún segist ekki hafa velt þessu fyrir sér.

Logi byggir

Guðmundur kemur formanni sínum til varnar og segir að hann þurfi ekki að sýnast sterkur út á við:

„En fréttin gefur mér tækifæri til að bera smá lof á Loga – einmitt sem leiðtoga sem þarf ekki að sýna að hann sé „sterkur“ heldur virkur. Hann er góður félagi sem leiðir fólk saman kringum hugmyndir, sættir sjónarmið, sér lausnir. Kannski er þetta vegna þess að ólíkt öðrum stjórnmálaleiðtogum kemur hann úr atvinnulífinu. Hann rak fyrirtæki farsællega í gegnum Hrunið, meira að segja arkitektastofu, og hann er einmitt leiðtogi af því tagi sem hefur yfirsýn um verkefnin en kann um leið að treysta öðrum fyrir þeim, hefur ekki þörf fyrir að vera sjálfur í sviðsljósinu öllum stundum. Hann er alltaf að byggja … Gott ef aðferðir hans eru ekki dæmi um þetta nýjasta í stjórnunarfræðunum sem kallað hefur verið þjónandi forysta.“

Helga Vala tjáir sig í athugasemd við færslu Guðmundar og spyr hvað skilgreini sterkan leiðtoga:

„Nákvæmlega! Hvað er sterkur leiðtogi? Er það kallakallinn sem aldrei hlustar? Er það kallakallinn sem passar að enginn komist að nema hann? Hvað er sterkur leiðtogi?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta vill Vilhjálmur að bankarnir geri til að bjarga heimilum og fyrirtækjum – „Eina vitið“

Þetta vill Vilhjálmur að bankarnir geri til að bjarga heimilum og fyrirtækjum – „Eina vitið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur segir Vinnumálastofnun að horfa framhjá lagabókstafnum – Sjötugir og eldri mega sækja um bætur

Ásmundur segir Vinnumálastofnun að horfa framhjá lagabókstafnum – Sjötugir og eldri mega sækja um bætur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Icelandair er ekki að verða gjaldþrota“ segir forstjórinn sem hyggst ekki leita á náðir ríkisins

„Icelandair er ekki að verða gjaldþrota“ segir forstjórinn sem hyggst ekki leita á náðir ríkisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi