fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Eyjan

Segjast hafa þurft að segja upp fólki vegna hærri launakostnaðar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 12:50

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega sjötíu prósent fyrirtækja sem tóku þátt í könnun Félags atvinnurekenda hafa þurft að segja upp fólki eða grípa til annarrar lækkunar kostnaðar til að mæta hækkun launakostnaðar vegna kjarasamninganna síðasta vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér.

Vitnað er í nýjar tölur Vinnumálastofnunar þar sem fram kemur að skráð atvinnuleysi í janúar hafi verið 4,8 prósent. Jókst það um 0,5 prósentustig frá því í desember. Voru 8.808 einstaklingar að jafnaði á atvinnuleyssiskrá í janúar og fjölgaði þeim um 789 frá desember. Þá voru 3.406 fleiri á atvinnuleysisskrá í janúar 2020 en í janúar árið 2019.

„Af fyrirtækjum sem svöruðu spurningunni sögðust 36% hafa þurft að segja upp fólki og svipað hlutfall þurfti að grípa til annarrar lækkunar kostnaðar. Fjórðungur fyrirtækjanna sagðist ekki hafa þurft að grípa til neinna aðgerða, 2% sögðust hafa hækkað verð og 2% farið í markaðssókn til að auka tekjur,“ segir í tilkynningu félagsins.

Könnun Félags atvinnurekenda var gerð dagana 16. til 23. janúar síðastliðinn. Könnunin var send í tölvupósti til 157 fyrirtækja með beina félagsaðild og svöruðu 54, eða 34,4 prósent. Undanfarin ár hefur svarhlutfallið legið á bilinu 31-64 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samdráttur í afkomu Isavia – „Gríðarmikil óvissa með framhaldið“

Samdráttur í afkomu Isavia – „Gríðarmikil óvissa með framhaldið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað það kostar þig að fá greiðslufrest lána – Þetta eru úrræði lánastofnana og leigufélaga

Sjáðu hvað það kostar þig að fá greiðslufrest lána – Þetta eru úrræði lánastofnana og leigufélaga