fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Eyjan

Kostnaðurinn nemur 12,5 milljónum króna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Starfandi bæjarstjóri getur upplýst um að uppgjör við fráfarandi bæjarstjóra, Guðmund Gunnarsson, er kr. 12.465.498,-, en um 6 mánaða laun er að ræða. Nýráðinn bæjarstjóri mun starfa 5 mánuði af þeim 6 sem uppsagnarfrestur fyrri bæjarstjóra tekur til.“

Þetta kemur fram í minnisblaði Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, starfandi bæjarstjóra á Ísafirði, sem lagt var fram á fundi bæjarráðs í morgun. Um er að ræða svar við fyrirspurn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, meðal annars um kostnað við bæjarstjóraskiptin.

Í svarinu kemur fram að heildarlaun nýráðins bæjarstjóra með bifreiðastyrk og orlofi séu kr. 1.798.977,- á mánuði. Fyrir utan orlof eru heildarlaunin kr. 1.605.500,-.

Guðmundur hætti sem kunnugt er sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í lok janúar en tíðindin komu mörgum á óvart, enda Guðmundur vel liðinn í starfi. Birgir Gunnarsson var ráðinn í starf bæjarstjóra þann 11. febrúar síðastliðinn og hefur hann störf þann 1. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samdráttur í afkomu Isavia – „Gríðarmikil óvissa með framhaldið“

Samdráttur í afkomu Isavia – „Gríðarmikil óvissa með framhaldið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað það kostar þig að fá greiðslufrest lána – Þetta eru úrræði lánastofnana og leigufélaga

Sjáðu hvað það kostar þig að fá greiðslufrest lána – Þetta eru úrræði lánastofnana og leigufélaga