fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Eyjan

Kæra Þjóðskrá til sveitastjórnarráðuneytisins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 13:00

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun vegna deili­skipu­lags á Stekkjar­bakka þar sem til stendur að reisa rúmlega 4000 fermetra gróðurhvelfingu.  Mikill styr hefur staðið um málið.

Sjá einnig: Einn virtasti innanhússarkitekt landsins með ákall:„Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni?“

Verður kæran lögð fyrir sveitastjórnarráðherra í dag.

„Kæran byggist á því að ítrekað hefur komið í ljós að  að þýðið (þeir sem mega undirrita) sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni er vitlaust. Þetta kom fyrst í ljós 14. febrúar s.l. Póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki inni. Þjóðskrá ber ábyrgð á því skv. lögum að þýðið sé rétt,“

segir í tilkynningu.

Hollvinasamtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn.

„Í kjölfarið fóru Hollvinasamtökin fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þetta var búið að vera vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því.

Þá sendu Hollvinasamtökin erindi á Reykjavíkurborg með kröfu um framlengdan frest til að safna undirskriftum. Hollvinasamtökin fengu þau svör frá Reykjavíkurborg að erindið heyrði ekki undir borgina og því væri réttilega beint að Þjóðskrá.

Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er ennþá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni,“

segir í tilkynningunni.

Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneytisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samdráttur í afkomu Isavia – „Gríðarmikil óvissa með framhaldið“

Samdráttur í afkomu Isavia – „Gríðarmikil óvissa með framhaldið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað það kostar þig að fá greiðslufrest lána – Þetta eru úrræði lánastofnana og leigufélaga

Sjáðu hvað það kostar þig að fá greiðslufrest lána – Þetta eru úrræði lánastofnana og leigufélaga