Mánudagur 30.mars 2020
Eyjan

Morgunblaðið hæðist að Guðlaugi Þór – „Svo kom íslenska utanríkisráðuneytið í rotþróna og hún er tekin að ilma“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörtímabili Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna lauk um áramót eftir tveggja ára setu. Er það eitt mikilvægasta verkefni sem utanríkisþjónustan hefur sinnt, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, sem nefndi einnig að Ísland hefði svo gott sem slegið í gegn í ráðinu:

„Ef marka má umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla má segja að við höfum staðist þá prófraun.“

Tók Guðlaugur Þór í sama streng í viðtali við Morgunblaðið á mánudag:

„Það er samdóma álit erlendra fjölmiðla og annarra að seta Íslands hafi heppnast mjög vel.“

Staksteinahöfundur dregur Guðlaug sundur og saman í háði vegna þessara yfirlýsinga, sem minna óneitanlega á þegar fulltrúar Íslands eru oftar en ekki sagðir vinsælustu keppendurnir og þeir sem vekja mesta athygli í Júróvision.

Stórkostleg breyting

Staksteinahöfundur nefnir að Mannréttindaráð SÞ hafi oftar en ekki verið harðlega gagnrýnt:

„Ýmsir hafa lengi haft áhyggjur af, ef ekki skömm og fyrirlitningu á, Mannréttindaráði SÞ. Iðulega hafa fulltrúar þjóða, sem engum dettur í hug að nefna í sama orði og mannréttindi, ráðið þarna mestu. Nú er komið í ljós að allt voru þetta óþarfa vangaveltur,“

segja Staksteinar og hafa eftir yfirlýsingar Guðlaugs Þórs um ágæti Íslands í ráðinu og segja síðan:

„Þetta er ótrúlegur árangur. Ekki er þekkt annað mál sem erlendir fjölmiðlar hafa sameinast um svo eindregið og allir aðrir að auki. Þessi stórkostlega breyting varð um leið og Bandaríkin hurfu úr þessu ráði og Ísland tók við!“

Rotþró pólitískrar hlutdrægni

Staksteinar nefna einnig ummæli Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra Breta fyrir nokkru í ræðustól mannréttindaráðs, er hann taldi að ráðið einblíndi um of á deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs milli Ísrael og Palestínu, svo mikið að það skemmdi fyrir friðarmálstaðnum:

„Daginn eftir fóru Bandaríkin og Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá SÞ, og sögðu ráðið vera „cesspool of political bias“. Rotþró pólitískrar hlutdrægni.“

Meira að segja RÚV er skárra

Sem kunnugt er þá er RÚV ekki í miklu uppáhaldi hjá Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins. Staksteinahöfundur, hver sem hann er, virðist afar meðvitaður um þá vitneskju, sem og að Davíð noti ávallt gæsalappir þegar hann skrifar RÚV, en skrifari segir að ekki einu sinni RÚV hafi fengið slíkan stimpil líkt og mannréttindaráðið:

„Staksteinar, sem kalla ekki allt ömmu sína, enda færi ekki vel á því, hafa ekki notað slík orð um „RÚV“. En svo kom íslenska utanríkisráðuneytið í rotþróna og hún er tekin að ilma og það svo að allir erlendir fjölmiðlar, að vísu ónefndir, falla í stafi yfir afrekum þess.“

Ljóst er að Staksteinahöfundur gefur lítið fyrir þessi orð utanríkisráðherra um hversu vel Ísland þykir hafa staðið sig í mannréttindaráðinu. Líklega megum við eiga von á fleiri skrifum um málið frá Hádegismóum, því Guðlaugur Þór útilokar ekki að Ísland sæki aftur um setu í ráðinu, en skýrslu um setu Íslands má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg