fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Eyjan

Kanadíski flugherinn með færanlegan ratsjárbúnað á Miðnesheiði

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ár verða ratsjáreftirlitskerfin hér á landi uppfærð og er verkefnið að mestu fjármagnað af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Til að tryggja að eftirlit með loftrýminu sé órofið flutti kanadíski flugherinn færanlegan ratsjárbúnað hingað til lands. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og 30 liðsmenn kanadísku sveitarinnar hafa undanfarnar vikur unnið að uppsetningu búnaðarins sem staðsettur er á Miðnesheiði, samkvæmt tilkynningu.

„Framlag Kanada er þýðingarmikið og endurspeglar mikilvægt samstarf þjóðanna, samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og mikilvægi þess fyrir bandalagið. Afar brýnt er að á Íslandi sé virkt loftrýmiseftirlit alla daga ársins. Ratsjárstöð kanadíska flughersins tryggir að svo verði áfram meðan unnið er að uppfærslunni. Landhelgisgæslan er þakklát kanadísku flugsveitinni og framlagi hennar til verkefnisins.“

Hér að neðan má sjá myndir frá ljósmyndara kanadíska flughersins. 

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs LHG, kynntu sér ratsjárstöðina á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni