fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Eyjan

Allt í háaloft hjá Hafró – Hóta meiðyrðamálsókn vegna ásakana um kynferðislega áreitni, ofbeldi, einelti og ógnarstjórn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 13:10

Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró. Mynd- Auðlindin - Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fjallað var um á miðvikudag voru stjórnendur Hafrannsóknarstofnunar Íslands (Hafró) bornir þungum sökum í bréfi frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) til forstjóra Hafró, en nokkrir félagsmenn FÍN starfa hjá Hafró.

Saka þeir stjórnendur Hafró um að framkvæma hluti eftir eigin geðþótta, mögulega í bága við lög og sýna öðrum starfsmönnum vanvirðingu og viðhalda ógnarstjórnun á vinnustaðnum. Þá eru einnig ásakanir um kynferðislega áreitni, mögulegt ofbeldi og einelti.

Sjá nánar: Saka stjórnendur Hafró um möguleg lögbrot og ógnarstjórnun – Áréttingar um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti

Stjórnendur Hafró hafa svarað bréfi FÍN á heimasíðu sinni. Þar er krafist opinberar afsökunarbeiðni, ellegar muni Hafró krefjast bóta vegna meiðyrða.

Eru ásakanir FÍN sagðar „órökstuddar dylgjur“ og því mótmælt að stjórnendur viðhafi ógnandi framkomu og stundi hótanir. Eru slíkar ásakanir sagðar meiðandi og varpa rýrð á æru stjórnenda, ekki síst þar sem engar formlegar kvartanir hafi verið lagðar fram gegn stofnuninni eða stjórnendum hennar.

Þá eru ásakanirnar sagðar rýra trúverðugleika Hafró.

Bréfið er undirritað af Sig­urði Guðjóns­syni for­stjóra sem og öðrum stjórnendum stofnunarinnar:

Sól­ey Gréta Sveins­dótt­ir Mort­hens, sviðsstjóri þró­un­ar-, miðlun­ar- og mannauðssviðs, Guðmund­ur Þórðar­son, sviðsstjóri botnsjáv­ar­sviðs, Guðmund­ur J. Óskars­son sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs, Ragn­ar Jó­hanns­son, sviðsstjóri fisk­eld­is- og fisk­rækt­ar­sviðs, Guðni Guðbergs­son, sviðsstjóri ferskvatns­sviðs, Sig­valdi Eg­ill Lárus­son, sviðsstjóri fjár­mála- og rekstr­ar­sviðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“