Mánudagur 30.mars 2020
Eyjan

Virði kísilverksmiðju United Silicon í frjálsu falli – Lækkað um 4.2 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein umdeildasta verksmiðja Íslands, kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík, hefur fallið hratt í verði. Hún er í eigu Arion banka, sem bókfærði hana á 6.9 milljarða í lok mars 2019.

Um áramótin var virði hennar fært niður í 2.7 milljarða, sem er lækkun upp á 4.2 milljarða. Þetta kemur fram í ársreikningi Arion banka og Kjarninn greinir frá.

Eignir og rekstur verksmiðjunnar voru færðar í dótturfélag Arion banka, Stakksberg, sem hugðist síðan selja reksturinn áfram. Stóð til að endurræsa verksmiðjuna, þrátt fyrir aukinn kostnað, mótmæli íbúa og viðbótarkostnað vegna nýs umhverfismats.

Þrátt fyrir þetta hækkaði bókfært virði verksmiðjunnar í bókhaldi Arion banka, en lækkaði síðan þegar nær dró áramótum.

Verksmiðjan hefur ekki verið starfhæf síðan september 2017 og eru taldar litlar líkur á að hún verði seld, þar sem óvissa er á mörkuðum með silicon og margir framleiðendur hafi hætt framleiðslu og lokað verksmiðjum sínum.

Kostnaður við uppsetningu verksmiðjunnar er talinn um 22 milljarðar króna.

Arion banki hefur þegar greitt 21 milljón í sekt vegna verksmiðjunnar, samkvæmt sátt við Fjármálaeftirlitið. Þar viðurkenndi Arion banki að láðst hafi að skrá greiningu hagsmunaárekstra í tengslum við kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum á árinu 2015 og þátttöku þeirra í hlutafjárhækkunum Sameinaðs Sílikons hf. á árunum 2016 og 2017, með skipulegum og formlegum hætti.

Sjá nánar: Arion banki greiðir sekt vegna United Silicon

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir vonbrigðum vegna afstöðu Seðlabankans – „Ekki nógu gott“

Lýsa yfir vonbrigðum vegna afstöðu Seðlabankans – „Ekki nógu gott“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er góð hug­mynd að taka út sér­eignarsparnaðinn á fordæmalausum tímum ?

Er góð hug­mynd að taka út sér­eignarsparnaðinn á fordæmalausum tímum ?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingrímur árið 1983 – „Það ætti enginn að vera lengi á þingi í einu“ – Fannst þingmenn verða fljótt „gamlir og þreyttir“

Steingrímur árið 1983 – „Það ætti enginn að vera lengi á þingi í einu“ – Fannst þingmenn verða fljótt „gamlir og þreyttir“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Bjarna um að þjóna hagsmunum ræstingafyrirtækis fjölskyldunnar – „Etja tekjulágu fólki út í að þrífa annarra manna heimili“

Sakar Bjarna um að þjóna hagsmunum ræstingafyrirtækis fjölskyldunnar – „Etja tekjulágu fólki út í að þrífa annarra manna heimili“