fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Samherji hótar að höfða mál gegn RÚV – Krefst afsökunarbeiðni og leiðréttingar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji hefur sent bréf til stjórnar Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóra vegna fréttar sem var flutt í síðari sjónvarpsfréttatíma RÚV fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Í erindinu krefst Samherji afsökunarbeiðni og leiðréttingar á meiðandi fréttaflutningi.

Þetta segir í tilkynningu frá Samherja:

„Í umræddri frétt, sem fjallaði um þróunaraðstoð, var fullyrt að Samherja hefði tekist að afla sér kvóta í Namibíu með því að múta embættismönnum og að heimamenn hafi því ekki notið þeirrar þróunaraðstoðar sem Íslendingar hefðu veitt þeim á árum áður. Í erindi Samherja kemur fram að fullyrðing í fréttinni eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og sé úr lausu lofti gripin. Koma hefði mátt í veg fyrir þetta ef Samherja hefði verið gefinn kostur á andsvörum áður en fréttin var flutt, eins og vinnureglur fréttastofu Ríkisútvarpsins geri áskilnað um. Ekki hafi verið haft samband við Samherja við vinnslu fréttarinnar þótt skýrt sé kveðið á um í áðurnefndum vinnureglum að þegar um sé að ræða alvarlegar ásakanir, eins og lögbrot, verði að gefa viðkomandi „möguleika til andsvara í sama fréttatíma eða geta þess að frásagnar af hans sjónarmiðum sé að vænta, náist ekki í viðkomandi.“

Villandi framsetning

Í erindinu gerir Samherji jafnframt alvarlegar athugasemdir við framsetningu fréttarinnar:

„Þar var viðtal við erlendan viðmælanda um spillingu en látið líta út fyrir að umræðuefnið væri mál Samherja. Viðmælandinn minntist þó ekki einu orði á fyrirtækið eða starfsemi þess. Á meðan voru sýndar myndir af stjórnendum Samherja. Alvarlegast sé þó að í fréttinni hafi verið fullyrt að stjórnendur Samherja hafi gerst sekir um alvarlega refsiverða háttsemi með því að múta embættismönnum í Namibíu en þeir hafi hvorki verið sakfelldir né ákærðir fyrir slíka háttsemi. Þá sé enginn starfsmaður Samherja með réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Er þess óskað að Ríkisútvarpið leiðrétti meiðandi ummæli í fréttinni 13. febrúar og biðjist afsökunar. Þá áskilur Samherji sér rétt til að höfða mál vegna þessara ummæla og annarra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun