Mánudagur 30.mars 2020
Eyjan

Guðlaugur útilokar ekki nýtt framboð: „Þetta get­ur ekki verið mál sitj­andi rík­is­stjórn­ar eða Sjálf­stæðis­flokks­ins“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 09:53

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur setið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna síðan árið 2018 eftir að Bandaríkjastjórn sagði sig óvænt úr ráðinu. Lauk kjörtímabili Íslands um áramótin og í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um setu Íslands segir að öll markmið Íslands hafi náðst í öllum aðalatriðum.

„Seta Íslands í mannréttindaráðinu er án efa eitt mikilvægasta verkefni sem íslensku utanríkisþjónustunni hefur verið falið og einn af hápunktum þess sem ég hef fengist við í embætti utanríkisráðherra. Verkefnið var prófsteinn á það hvernig íslenska utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni. Ef marka má umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla má segja að við höfum staðist þá prófraun,“

segir í aðfararorðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í skýrslunni.

Hyggja á annað framboð

Guðlaugur Þór segir við Morgunblaðið í dag að til greina komi að sækja um aðild að nýju árið 2025 náist um það þverpólitísk samstaða á þingi:

„Þetta get­ur ekki verið mál sitj­andi rík­is­stjórn­ar eða Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Guðlaugur segir að heillavænlegra sé að gefa kost á sér í mannréttindaráðið en önnur ráð, þar sem Ísland standi vel að vígi í málaflokknum, en sem kunnugt er sótti Ísland fast að því að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna árið 2009 með tilheyrandi kostnaði, án árangurs.

Norðurlöndin hafa skipt með sér framboðinu til setu í mannréttindaráði. Danir tóku við af Íslandi út næsta ár, en Finnar hyggjast síðan gefa kost á sér 2022-2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg