fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur útilokar ekki nýtt framboð: „Þetta get­ur ekki verið mál sitj­andi rík­is­stjórn­ar eða Sjálf­stæðis­flokks­ins“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 09:53

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur setið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna síðan árið 2018 eftir að Bandaríkjastjórn sagði sig óvænt úr ráðinu. Lauk kjörtímabili Íslands um áramótin og í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um setu Íslands segir að öll markmið Íslands hafi náðst í öllum aðalatriðum.

„Seta Íslands í mannréttindaráðinu er án efa eitt mikilvægasta verkefni sem íslensku utanríkisþjónustunni hefur verið falið og einn af hápunktum þess sem ég hef fengist við í embætti utanríkisráðherra. Verkefnið var prófsteinn á það hvernig íslenska utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni. Ef marka má umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla má segja að við höfum staðist þá prófraun,“

segir í aðfararorðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í skýrslunni.

Hyggja á annað framboð

Guðlaugur Þór segir við Morgunblaðið í dag að til greina komi að sækja um aðild að nýju árið 2025 náist um það þverpólitísk samstaða á þingi:

„Þetta get­ur ekki verið mál sitj­andi rík­is­stjórn­ar eða Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Guðlaugur segir að heillavænlegra sé að gefa kost á sér í mannréttindaráðið en önnur ráð, þar sem Ísland standi vel að vígi í málaflokknum, en sem kunnugt er sótti Ísland fast að því að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna árið 2009 með tilheyrandi kostnaði, án árangurs.

Norðurlöndin hafa skipt með sér framboðinu til setu í mannréttindaráði. Danir tóku við af Íslandi út næsta ár, en Finnar hyggjast síðan gefa kost á sér 2022-2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?