Mánudagur 30.mars 2020
Eyjan

Segir að stjórnendur álversins í Straumsvík geti sjálfir sér um kennt um vandræði fyrirtækisins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum kynnst því margendurtekið af hálfu þeirra fyrirtækja sem vinna úr auðlindum íslensku þjóðarinnar hvernig þau beita fyrir sig hótunum um að ef við förum ekki að þeirra kröfum muni það kosta atvinnumissi hundruð launamanna. Þessir aðilar hafa búið við mjög lágt orkuverð og tekið sér með beinum og óbeinum hætti stóran hlut ágóðans. Nú er þess krafist að íslensk þjóð taki á sig allan skellinn,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, í nýjum pistil á Stundinni.

Þar birtir Guðmundur sitt sjónarhorn á stöðu álversins í Straumsvík en eigendur þess hafa farið fram á lækkun raforkuverðs ella gæti þurft að loka verksmiðjunni. Guðmundur rekur vandræðin til þess að ekki fékkst leyfi til að stækka álverið árið 2oo6, stækkunin var felld í íbúakostningu, en sögutúlkun Guðmundar er sú það hafi verið stjórnendum fyrirtækisins að kenna:

„Árið 2006 stóðu yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um að Alcan fengi stærri lóð. Fyrirtækið vildi bæta við kerskálum svo ná mætti meiri hagkvæmni í rekstrinum. Bæjarstjórn tók málinu með jákvæðni og setti málið í lögformlegan farveg sem endar með atkvæðagreiðslu meðal allra íbúa Hafnafjarðar. Bæjarbúar virtust ætla að taka vel í málið. Skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna, eða 5. október 2006, ákvað forstjórinn að segja upp 3 starfsmönnum sem höfðu skilað öllu sínum bestu starfsárum hjá álverinu og áttu stutt í að ná eftirlaunaréttindum.

Nokkru áður, eða 19. júní, höfðu þessir starfsmenn staðið einna fremstir vegna reynslu sinnar í því að bjarga álverinu frá tapi upp á nokkra milljarða þegar 120 ker duttu út vegna bilunar á aðveitustöð, með því að koma kerunum inn á einungis þriðjung þess tíma sem talið var að það myndi taka. Þessar fáránlegu uppsagnirnar sem vöktu mikla reiði meðal starfsmanna álkversins og þeirra sem til þekktu. Umræddir einstaklingar höfðu ávallt búið í Hafnarfirði og áttu þar stórar fjölskyldur og vinahópa. Reiðin skilaði sér inn í viðhorf bæjarbúa Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslunni og varð til þess að stækkun álversins var hafnað í íbúaatkvæðagreiðslunni.

Í kjölfar þessarar herfilegu útkomu fyrirtækisins úr atkvæðagreiðslunni var ákveðið að auka framleiðslugetu álversins með því að gera breytingar á þáverandi kerskálum og forstjóri álversins mætti í fjölmiðla og tilkynnti að þannig myndi fyrirtækið lágmarka þann skaða sem íbúar Hafnarfjarðar væru að valda í rekstri álversins. Margir urðu til þess að benda forstjóranum á hún ætti nú að líta sér nær í leit að sökudólgum. En eins og komið hefur fram í fjölmiðlum gengu þessar fyrirætlanir um framleiðsluaukningu ekki upp.“

Stjórn álversins hafði nokkru fyrir atkvæðagreiðslu bæjarbúa gert hagstæðan samning við Landsvirkjun um raforkukaup fyrir nýju kerskálana og framleiðsluaukningu gömlu skálanna. Stjórn álversins sá hins vegar sæng sína útbreidda þegar stækkuninni var hafnað og staðfesti þar af leiðandi ekki nýja samninginn og lét gamla raforkusamninginn renna út árið 2010.“

Guðmundur virðist telja ekki vera innistæðu fyrir spám eigenda álversins um að því þurfi að loka ef ekki fáist lækkun á raforkuverði. Þetta sé gamalkunnug taktík hjá stóriðjunni. Hann bendir einnig á að dótturfélagið hér á landi greiði móðurfélaginu erlendis háar fjárhæðir í formi tæknilegrar aðstoðar og margskonar þjónustu.

Guðmundur bendir einnig á í pistli sínum að hlutur álveranna í þjóðartekjum sé rýr, aðeins 1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg