Föstudagur 21.febrúar 2020
Eyjan

Loðnuleit rædd í ríkisstjórn – Útlitið dökkt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði grein fyrir stöðu loðnuleitar á ríkisstjórnarfundi í dag. Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand stofnsins en fyrri mælingar bentu til, en gefur þó að mati Hafrannsóknastofnunar ekki tilefni til að leggja til útgáfu kvóta.

Á fundinum gerði Kristján Þór grein fyrir því að rannsóknaskipið Árni Friðriksson myndi halda áfram leit út af Austfjörðum og um eða eftir helgi munu fimm skip frá útgerðum uppsjávarskipa einnig koma inn í leitina.  Aldrei áður hafa svo mörg skip tekið þátt í loðnuleit. Fyrirhugað er að mælingin nái yfir allt það svæði sem ætla má að fullorðin loðna geti fundist á á þessum árstíma. Gera má ráð fyrir að sú mæling taki allt að 10 daga.

Ljóst er að ástand loðnustofnsins hefur verið slæmt um nokkurt skeið og útlitið er ekki gott með tilliti til veiða í vetur.  Þó er ekki rétt að afskrifa mögulegar veiðar meðan leit er enn í gangi. Varðandi útlitið á næstu vertíð þá er það mun bjartara.  Í ljósi mælinga á ungloðnu síðastliðið haust hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið lagt til veiðar á tæplega 170 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021.  Sú ráðgjöf verður endurskoðuð að loknum mælingum í september 2020.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

„Það er komið nóg, Vigdís Hauksdóttir“ – Vigdís fordæmir „bræðiskast“ borgarstjóra

„Það er komið nóg, Vigdís Hauksdóttir“ – Vigdís fordæmir „bræðiskast“ borgarstjóra
Eyjan
Í gær

Gunnar Smári -„Mikill meirihluti fólks er sammála sósíalistum í öllum megindráttum“ – Mælast með 3,4%

Gunnar Smári -„Mikill meirihluti fólks er sammála sósíalistum í öllum megindráttum“ – Mælast með 3,4%
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið hæðist að Guðlaugi Þór – „Svo kom íslenska utanríkisráðuneytið í rotþróna og hún er tekin að ilma“

Morgunblaðið hæðist að Guðlaugi Þór – „Svo kom íslenska utanríkisráðuneytið í rotþróna og hún er tekin að ilma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rof í þagnarhjúpinn

Rof í þagnarhjúpinn