fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Tónlistarkonan og Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella – dóttir hans Haraldar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er eitt vinsælasta lagið á Íslandi í dag, ofarlega á listum bæði hjá Rás 2 og Bylgjunni.  Þetta er býsna flott. Flytjandinn er Sigrún Stella Bessason. Hún er Vestur-Íslendingur, býr í Toronto í Kanada. Hún er fædd í Winnipeg, ólst að hluta til upp á Akureyri en flutti svo aftur út.

Það er ágætt viðtal við Sigrúnu Stellu í síðasta tölublaði Vikunnar. Þar talar hún meðal annars um föður sinn, Harald Bessason prófessor sem lést fyrir tíu árum. Það  snertir bókmenntamanninn í mér. Ég hef aldrei dregið dul á hrifningu mína á Haraldi. Hann dvaldi langdvölum meðal Vestur-Íslendinga, skildi þá betur en aðrir, kunni af þeim ótal sögur, var reyndar viðfang sumra sagnanna – minnisvarði um þetta er bókin Bréf til Brands sem ég álít að sé í flokki klassískra íslenskra rita frá 20. öld. Hún nýttist mér býsna mikið við gerð þáttanna Vesturfarar. Virkar þannig á mann að stundum hlær maður upphátt en í önnur skipti er maður opinmynntur af undrun og hrifningu yfir stílsnilldinni, andríkinu og mannlýsingunum.

Sigrún Stella er semsagt dóttir þessa einstaka manns. Hún er prýðileg söngkona og lagahöfundur sem iðkar list sína bæði hér á Íslandi og vestanhafs. Veitið henni athygli.

Hér er lagið á Spotify.

Og hér er lagið á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega