fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Eyjan

Segir að sjálfstæðismenn myndu aldrei láta sér detta þetta í hug – „Þjóðin myndi ekki trúa þeim“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undanfarið hefur mátt heyra auglýsingar frá einum af stjórnmálaflokkum landsins, Viðreisn. Ein þeirra hljóðar svo: Við veljum almannahagsmuni, ekki sérhagsmuni. Þetta er gott kjörorð sem allir stjórnmálaflokkar landsins ættu heilshugar að taka undir. En það vilja þeir ekki allir. Innan Sjálfstæðisflokks myndi engum áhrifamönnum láta sér til hugar koma að auglýsa á þennan veg. Þeir vita nefnilega að þjóðin myndi ekki trúa þeim,“

segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Tilefnið er skýrslubeiðni Viðreisnar og vinstri flokkanna til sjávarútvegsráðherra í síðustu viku um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu versus Ísland, sem náði að koma Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra úr jafnvægi er hann taldi um sýndarmennsku og lýðskrum að ræða af verstu sort:

„Alltaf er jafn merkilegt verða vitni að því þegar stjórnmálamenn láta sig sérhagsmuni meira varða en almannahagsmuni,“

segir Kolbrún hins vegar og tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðuflokkanna sem flestir töldu um grímulausa sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins í garð Samherja að ræða.

Niðurlæging VG

Skýrslubeiðnin var stutt af þingmönnum Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata ogsvo Andrésar Inga Jónssonar, sem sagði sig úr VG á dögunum og er nú utan flokka og óháður, „eftir að hafa tekið sannfæringu sína fram yfir þá niðurlægingu sem þingmenn Vinstri grænna þurfa stöðugt að þola í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“

segir Kolbrún og bætir við:

„Þegar kemur að þessari skýrslubeiðni má samt vel gefa sér að ýmsir þingmenn Vinstri grænna hafi stutt hana í hjarta sér. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til að sýna þann stuðning í orði. Slíkan stuðning þarf vitanlega að bæla niður ef hætta er á að Sjálfstæðisflokknum mislíki. Og þessi tillaga fór óskaplega fyrir brjóstið á þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hún var sögð vera leikaraskapur og lýðskrum.“

Kolbrún undrast af hverju ekki megi upplýsa um réttar tölur:

„Af hverju þessi illu orð um jafn sjálfsagðan hlut og að þessar greiðslur verði kannaðar, þannig að ljóst sé hvort þarna er um mikinn mismun að ræða? Heyrst hefur að Samherji greiði miklu hærra gjald í Namibíu en hér á landi. Af hverju má ekki upplýsa um réttar tölur?“

spyr Kolbrún, en samkvæmt frétt Stundarinnar eru greiðslur Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu allt að níu sinnum hærri en á Íslandi.

Sjá nánar: Sjáðu hvað Samherji greiddi fyrir makrílinn í Namibíu miðað við Ísland

Kolbrún segir hagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins hinsvegar blasa við:

„Og forsvarsmenn flokksins eru síðan óhræddir við að minna reglulega á hana – þeir virðast fjarska stoltir af því að vera í hlutverki varðhunda stórútgerðarinnar.“

Fiskur er ekki bara fiskur

Bjarni hélt uppi vörnum í málinu á Facebook og sagði skýrslubeiðnina frægu ekki varpa neinu ljósi á eitt né neitt, þar sem grundvallarmunur væri á fiskveiðikerfum Íslands og Namibíu:

„Og hvað skyldi það yfirhöfuð segja okkur um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi að tiltekið gjald sé greitt fyrir heimildir til að veiða hrossamakríl í Namibíu? Hvað á það yfirhöfuð að segja okkur um okkar kerfi? Staðreyndin er að það segir okkur nákvæmlega ekki neitt. Að gefa annað í skyn er hreint lýðskrum.

Þess má geta að tegundin er ekki veidd við strendur Íslands en eins og áður segir er álagt veiðigjald á Íslandi hlutfall af afrakstri veiðanna.

Það sem skiptir mestu er að það, hvað fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“ eða geta greitt fyrir nýtingarrétt ræðst fyrst og fremst af helstu rekstrarforsendum svo sem:
-fjármagnskostnaði og fjárfestingaþörf
-sköttum og gjöldum, þar með talið tekjusköttum, kolefnisgjaldi, olíukostnaði, launatengdum gjöldum, svo sem tryggingagjaldi og lífeyrisframlagi, kjarasamningum sjómanna osfrv.
-markaðsaðstæðum

Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar
Eyjan
Í gær

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV