fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Eyjan

Inga óttast kæruleysi stjórnvalda – „Hvers vegna í ósköpunum lokum við ekki algerlega á flæði ferðamanna?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 09:47

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslensk stjórnvöld gera að mínu mati allt of lítið til að minnka hættuna á að pestin berist hingað til lands,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í Morgunblaðsgrein í dag hvar hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að bregðast ekki af nægilegum krafti við þeirri ógn sem kórónaveiran sé í raun.

Inga nefnir að enginn viti með vissu hvað gangi á í Kína og að Bandaríkin hafi bannað komu Kínverskra ferðamanna í öryggisskyni og Bretland lýst yfir öryggisvá.

Hún segir íslenskt stjórnvöld hinsvegar fljóta sofandi að feigðarósi:

„Þau hafa heimilað 109 milljónir króna á aukafjárlögum til forvarna vegna þess voða sem nú steðjar að okkur. Sóttvarnalæknir segir ekki spurningu um hvort heldur hvenær veiran berst hingað til lands. Veiran fer hratt yfir og óttast er að hún valdi heimsfaraldri. Ríkisstjórnin bíður þess nánast með hendur í skauti sem verða vill. Af hverju er ekki gripið til varna? Hvers vegna í ósköpunum lokum við ekki algerlega á flæði ferðamanna frá viðurkenndum sýktum svæðum?“

spyr Inga. Hún segir undarlegt að þeir sem vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessu máli séu gagnrýndir og gerðir tortryggilegir fyrir það eitt að vilja útiloka komu veirunnar hingað til lands:

„Persónulega myndi ég tala á nákvæmlega sama máta hvaðan sem þessi veira væri uppruninn. Þetta er alvarlegur faraldur sem mikil hætta er á að verði heimsfaraldur.“

Dauðafæri fyrir náttúrulega vörn

Inga nefnir að Ísland sé eyland og því í kjörstöðu til að koma í veg fyrir komu veirunnar:

„Við höfum nú val milli þess að þola tímabundin óþægindi og áföll vegna raskana á ferðum fólk til landsins okkar, eða að þjóðfélagið hér nánast lamist ef veiran berst hingað og breiðist út,“

segir Inga.

Tvö eða 30% ?

Hún nefnir að hér sé dauðans alvara á ferð og að dánartíðnin sé hærri en uppi hafi verið látið:

„Dánartíðni þessa faraldurs er miklu mun hærri en okkur er talin trú um. Af þeim sem hafa gengið í gegnum þessa hryllilegu veirusýkingu hafa ríflega 30% dáið. Fátækt fólk og aldrað stendur sérlega höllum fæti andspænis þessari sótt. Við vitum ekkert um þær tugþúsundir sem nú eru þegar viðurkennt smitaðar og eru að berjast fyrir lífinu. Við vitum í raun ekkert fyrr en faraldurinn er genginn yfir. Grípum til varna. Helgasta skylda stjórnvalda allra landa er að vernda líf og limi eigin borgara. Stjórnvöld sem ekki eru fær um slíkt eru ekki starfi sínu vaxin. Ætlar ríkisstjórnin að sitja hjá?“

Ekki er ljóst hvaðan Inga fær þessa tölu um 30 prósent dánartíðni, en talið var að SARS veiran hefði haft þá dánartíðni.

Dánartíðni fer hækkandi

Þegar þetta er ritað hafa um 60 þúsund manns sýkst af veirunni og 1.357 látist.

Samkvæmt því er dánartíðni veirunnar því um 2.25 prósent.

Dánartíðnin virðist þó hafa hækkað lítillega, þar sem dánartíðnin var tæp tvö prósent í frétt Eyjunnar þann 6. febrúar. Þá höfðu 28 þúsund sýkst og um 565 manns látist.

Þess skal þó getið að ekki er vitað með vissu hvort kínversk stjórnvöld gefi út nákvæmar eða réttar tölur um fjölda látinna eða sýktra.

Sjá nánar: Yfirlæknir segir það vandamál ef Wuhan veiran nái til Íslands – „Ég vona að þetta verði viðráðanlegt ástand“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti