fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Eyjan

Ísland undirritar alþjóðlegan sáttmála fyrst ríkja

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sáttmáli Alheimssamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls var undirritaður á Bessastöðum í gær við hátíðlega athöfn. Alheimssamtökin gerðu sáttmálann í tilefni af alheimsþingi heyrnarlausra sumarið 2019 og er Ísland fyrst ríkja heims til að undirrita hann. Sáttmálinn undirstrikar meðal annars ábyrgð og skyldur stjórnvalda og hagsmunaaðila til að tryggja réttlátt samfélag og jafnt aðgengi að menntun fyrir alla.

„Það er mér mikil ánægja að undirrita þennan sáttmála á degi íslenska táknmálsins og þegar Félag heyrnarlausra fagnar 60 ára afmæli sínu. Íslenskt táknmál er fyrsta mál fjölda Íslendinga og við þurfum að að efla rannsóknir, kennslu og námsefnisgerð er því tengist. Við viljum tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar, efling íslenska táknmálsins er liður í því,“

sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Sáttmálann undirrituðu:

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands,
Frú Vigdís Finnbogadóttir verndari íslenska táknmálsins,
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra,
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra,
Bryndís Guðmundsdóttir formaður málnefndar um íslenskt táknmál og fulltrúar málnefndarinnar,
Kristín Lena Þorvaldsdóttir forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra,
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands,
Hanna H. Leifsdóttir fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, 
Kristrún Guðmundsdóttir skólastjóri Hlíðaskóla,  
Guðrún Thorarensen leikskólastjóri Sólborgar og starfsmennirnir,
Margrét Stefánsdóttir formaður foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra, 
Óskar H. Nielsson fulltrúi Menntamálastofnunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Þór – „Máli Kristjáns Þórs er ekki lokið“

Jón Þór – „Máli Kristjáns Þórs er ekki lokið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Utanríkisþjónustan leggur atvinnulífinu lið

Utanríkisþjónustan leggur atvinnulífinu lið