fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Eyjan

Halldór og Sólveig tókust á um kjaramálin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var spurð að því í Kastljósi RÚV í kvöld hvers vegna Efling sliti sig frá Lífskjarasamningnum í kjarabaráttu fyrir hönd ófaglærðs starfsfólks hjá Reykjavíkurborg en Sólveig Anna hefði komið að gerð þess samnings sjálfs. „Af hverju samþykktirðu þann samning ef hann var ekki nógu góður?“ spurði þáttarstjórnandinn.

Sólveig Anna sagði að eftir langa baráttu hefði staðan verið metin svo að þau kæmust ekki lengra að sinni, auk þess hefðu verið blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Hún benti á að meirihluti umbjóðenda sinna í kjaradeilunni við borgina væru ófaglærðar konur sem sinntu mikilvægum grundvallarstörfum í samfélaginu við mikið álag, óboðlegar aðstæður og lág laun, í borg þar sem húsnæðiskostnaður væri gríðarlega mikill. Eftir sína undirbúningsvinnu fyrir kröfugerðina hefði henni orðið ljóst að skýr vilji væri til að taka þetta skref, tónninn hefði verið: „Við getum ekki sætt okkur við áframhaldandi ástand, við verðum að taka þennan slag núna, við hefðum átt að gera það fyrir löngu síðan. Ég get ekki annað en staðið með mínu fólki,“ sagði Sólveig Anna.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að hann og Sólveig væru sammála um markmiðin en ósammála um aðferðirnar. Bæði vildu bæta sem mest kjör hinna lægst launuðu. Það hefði verið gert með Lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun hækka um 90 þúsund krónur, tekjuskattur var lækkaður og barnabætur hækkaðar. Halldór segir að ef kröfur Eflingar fyrir hönd starfsmanna í borginni verði að veruleika kippi þær grundvellinum undan Lífskjarasamningnum. Hann sagði að allt sem tengdist Lífskjarasamningnum hefði verið hannað til að koma til móts við kröfur Sólveigar um að lyfta kjörum hinna lægst launuðu.

Sólveig benti á að vegna þess hve mikil vöntun sé á faglærðu fólki í leikskólum borgarinnar hefði borgin sparað stórfé í launakostnað. Ófaglærðir gengju í þessu störf en krafan væri ekki sú að þeir væru á sömu launum og faglærðir þó að launin hækkuðu umfram Lífskjarasamninginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

RÚV fordæmir Samherja – „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins“

RÚV fordæmir Samherja – „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Helgi Seljan sakaður um lögbrot – Sjáðu þátt Samherja

Helgi Seljan sakaður um lögbrot – Sjáðu þátt Samherja