fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Umtalsverður viðbúnaður hjá íslenskum stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldurs

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stjórnvöld hafa uppi umtalsverðan viðbúnað vegna kórónaveirunnar 2019-nCOV og hefur utanríkisráðuneytið tekið virkan þátt í þeirri vinnu, sakvæmt tilkynningu. Ráðuneytið gefur almennt ekki út ferðaviðvaranir en bendir þess í stað á viðvaranir sóttvarnalæknis og utanríkisráðuneyta Norðurlandanna og Bretlands.

Sjá nánar: Kórónaveiran 2019-nCoV: Spurt og svarað

Nú hafa rúmlega fjörutíu þúsund einstaklingar í heiminum greinst með veiruna, þorri þeirra í Kína. Um þúsund hafa látist, þar af tveir utan kínverska meginlandsins. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra í Kína undanfarna sólarhringa.

Á Íslandi er unnið samkvæmt óvissustigi – Landsáætlun – heimsfaraldur inflúensu en enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst hér á landi. Utanríkisráðuneytið hefur tekið virkan þátt í samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til að koma í veg fyrir að veiran nái hér fótfestu. Fulltrúar ráðuneytisins taka þátt í viðbragðshópi stjórnvalda sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra leiðir í samstarfi við embætti landlæknis en hópurinn fundar því sem næst dagslega.

Frá því að veiran tók að breiðast út í Kína hefur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins jafnframt átt í daglegu samráði við borgaraþjónustur Norðurlandanna. Ennfremur hefur ráðuneytið haft náið samráð við sendiráð Íslands í Peking og aflað upplýsinga þaðan og frá móttökustöðvum þjónustuaðilans VFS Global í Kína. VFS tekur á móti umsóknum um Schengen-vegabréfsáritanir fyrir tugi ríkja, þar á meðal Íslands, í fimmtán borgum í Kína en vegna faraldursins hefur móttöku umsókna verið hætt til 17. febrúar hið minnsta. Loks hefur utanríkisráðuneytið birt á samfélagsmiðlum og Stjórnarráðsvefnum tilkynningar, m.a. um að Íslendingum í Kína sé bent á að skrá sig til fá sendar upplýsingar.

Íslensk stjórnvöld hafa ekki talið ástæðu til að hvetja til ferðabanns til eða frá Kína en hvatt ferðamenn til að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum á svæði þar sem faraldur geisar og huga vel að sýkingavörnum á ferðalögum almennt.

Utanríkisráðuneytið gefur almennt ekki út ferðaviðvaranir, meðal annars vegna takmarkaðra möguleika utanríkisþjónustunnar til að leggja sjálfstætt mat á hættuástand á hverjum stað. Í staðinn bendir ráðuneytið á ferðaviðvaranir utanríkisráðuneyta grannríkjanna, sérstaklega Norðurlandanna og Bretlands. Þannig ráða Svíar frá ónauðsynlegum ferðum til Hubei-héraðs, þar sem borgin Wuhan er, og Norðmenn ráða frá öllum ferðum til Hubei. Bæði Bretar og Danir mæla gegn ónauðsynlegum ferðum til Kína og ráða alfarið frá ferðum til Hubei-héraðs.

Sjá einnig: Yfirlæknir segir það vandamál ef Wuhan veiran nái til Íslands – „Ég vona að þetta verði viðráðanlegt ástand“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“