fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Partíið að fjara út hjá vel stæðum lífeyrissjóðum – „Vaxandi áskorun“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öllum spám er kólnun framundan í hagkerfinu. Mun það einnig sjást í ávöxtun lífeyrissjóðanna, samkvæmt Korni Íslandsbanka:

„Öflugt lífeyriskerfi er ein af þeim stoðum sem við höfum oft bent á að eigi eftir að reynast okkur drjúg búbót á komandi áratugum. Þó er ólíklegt að annar eins áratugur og nú er að baki sé í kortunum hvað ávöxtun varðar. Vextir hafa lækkað verulega hérlendis sem erlendis og erlendir hlutabréfamarkaðir eiga tæpast viðlíka verðhækkanir inni og einkennt hafa síðustu ár. Það verður því vaxandi áskorun fyrir sjóðina að viðhalda raunávöxtun í takti við 3,5% viðmiðið en að sama skapi er gleðiefni að staða þeirra sé jafn sterk og raun ber vitni um þessar mundir,“

segir í Korni Íslandsbanka þar sem fjallað er um velgengni íslenskra lífeyrissjóða síðastliðinn áratug.

Stöndugt kerfi

Þar segir að í fyrra hafi raunávöxtun verið um 12% sem sé það hæsta á liðnum áratug, en útlit sé fyrir að raunávöxtun verði hægari á næstu árum.

Samanlagðar eignir lífeyrissjóðanna námu tæpum 5000 milljörðum í lok árs í fyrra og jukust eignir þeirra um 714 milljarða, sem gerir um 17% vöxt í krónum talið. Nema eignirnar um 167% af vergri landsframleiðslu, sé miðað við áætlun Seðlabanka Íslands:

„Íslenska lífeyrissjóðakerfið er því eitt það stöndugasta á byggðu bóli á þennan mælikvarða,“

segir í tilkynningu Íslandsbanka.

Góður áratugur að baki

Árin 2010-2018 var raunávöxtun sjóðanna að jafnaði 4,4%. Sé tekið tillit til áætlunar okkar fyrir 2019 lætur nærri að raunávöxtun lífeyrissjóðanna hafi að jafnaði verið rétt um 5% á ári undanfarinn áratug. Það er talsvert yfir 3,5% viðmiðinu fyrir raunávöxtun sem sjóðunum er gert að miða við samkvæmt lögum og hefur staða þeirra því styrkst umtalsvert á áratugnum sem nú er að baki, a.m.k. á þennan kvarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt