fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Eyjan

Karlar tortryggnari í garð stjórnvalda og stjórnmála en konur – „Ekkert í fræðunum sem segir að konur treysti meira“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur á Íslandi bera meira traust til stjórnvalda og stjórnmála en karlar, samkvæmt rannsókn Sjafnar Vilhelmsdóttur, nýdoktors í stjórnmálafræði. Ber ritgerð hennar heitið Pólitískt traust á Íslandi: Helstu áhrifaþættir og þróun frá 1983 til 2018.

„Íslenskar konur treysta mun meira en íslenskir menn. Þetta fannst öðrum andmælanda mínum mjög merkilegt. Það er ekkert í fræðunum sem segir að konur treysti meira heldur en karlar,“

sagði Sjöfn við Morgunvakt Rásar Eitt í morgun og minntist á að þarna væri komið annað áhugavert rannsóknarefni. Þá kom fram í rannsókn hennar að yngsti og elsti aldurshópurinn treysti meira en fólk á miðjum aldri.

Meiri kröfur nú

Í rannsókninni kemur einnig fram að kjósendur geri meiri kröfur til stjórnmálamanna nú á tímum en fyrir hrun, þegar kjósendur tengdu meira við ákveðna stjórnmálaflokka:

„Það sem kemur út úr minni rannsókn er það að stjórnmálaflokkar og flokkakerfi spila mikilvæg hlutverk í að búa til traust. Þeir einstaklingar sem tengja sig við stjórnmálaflokk, hvort sem þeir eru skráðir í hann eða finnst að þarna sé flokkur sem er framlenging á þeirra hugmyndum og skoðunum, eru líklegri til að treysta heldur en þeir sem tengja sig ekki við stjórnmálaflokka. Þetta er þessi hugsun, að ef þú tengir þig við stjórnmálaflokka þá ertu hluti af þessu pólitíska kerfi, umræðu og ákvarðanatöku,“

Hún nefndi að traustið á stjórnvöldum ætti í raun að mælast meira hér á landi, ef litið væri til árangurs varðandi lífskjör, félagslega velferð og jöfnuð í friðsælu þjóðfélagi, þar sem Ísland stæði vel að vígi í alþjóðlegum samanburði.

Traustið féll í hruninu

„Það sem breytist 2008 er að traust einstaklinga á opinberum stofnunum jókst, traust á lögreglu jókst en traust á dómskerfinu hélt áfram að flökta. Það féll ekki, en hins vegar féll traust okkar á Alþingi. Þetta er eitthvað sem líka má sjá í gögnum frá Írlandi, Portúgal og Spáni sem eru öll ríki sem fóru sömu leið og við,“

sagði Sjöfn og nefndi að því hærra sem traustið mældist, því hærra væri fallið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jónas prófessor heldur áfram að hrauna yfir Borgarlínuna – „Eftiröpun antibílista á norskum vegi“

Jónas prófessor heldur áfram að hrauna yfir Borgarlínuna – „Eftiröpun antibílista á norskum vegi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mogginn tætir í sig verkalýðshreyfinguna: „Herskár sósíalismi ber dauðann í sér“

Mogginn tætir í sig verkalýðshreyfinguna: „Herskár sósíalismi ber dauðann í sér“