Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Eyjan

BUGL bregst við umfjöllun um transbörn á Stöð 2 – „Getur verið tímafrekt að finna nýja sérfræðinga“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Trans börn var sýndur á Stöð 2 í fyrradag, þar sem fylgst er með hvernig fjórar fjölskyldur takast á við þá áskorun að eiga trans barn.

Þar kom fram að ekki hafi fengist aðstoð við sálrænum erfiðleikum eins barnsins fyrr en kom í ljós að það stríddi við sjálfsvígshugleiðingar. Það hafi verið „töfraorðið“ sem hafi komið barninu inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) , þegar barnið hafi náð tilfinningalegum botni.

BUGL var sagt fjársvelt í þættinum og að sprenging hefði orðið í fjölda tilvísana í transteymi deildarinnar. Reiknað hafi verið með um tveimur, til þremur tilvísunum á ári, en í raun voru tilvísanirnar 26, eða 13 sinnum fleiri en fyrir fimm árum.

Unnið að umbótum

Í tilkynningu frá BUGL í dag segir að unnið sé að úrbótum á erfiðri  stöðu sem rekja megi til þess að erfitt sé að finna sérfræðinga í málaflokknum, þar sem margir hafi látið af störfum.

„Vegna frétta í fjölmiðlum um transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) vill spítalinn árétta að þjónusta fyrir þennan hóp er ennþá til staðar á deildinni en unnið er að því að finna bót á erfiðri stöðu þar sem skapast af skorti á fagmenntuðu starfsfólki til að manna teymið.

Þekkingin er afskaplega sérhæfð og það getur verið tímafrekt að finna nýja sérfræðinga í stað þeirra sem hætta. Breytingin á þjónustunni er ekki önnur en sú að umræddur sjúklingahópur er nú þjónustaður tímabundið á hefðbundinni göngudeild BUGL en ekki af sérstöku transteymi eins og áður var. Bráðaþjónusta er líka alltaf til staðar. Landspítali vinnur nú að umbótum í góðu og nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið vegna þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samorka: „Sala upprunaábyrgða skaðar ekki ímynd Íslands“

Samorka: „Sala upprunaábyrgða skaðar ekki ímynd Íslands“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhanna Fjóla skipuð forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Jóhanna Fjóla skipuð forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands