Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Birgir ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að ráða Birgi Gunnarsson í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, en sem kunnugt er hætti fyrrverandi bæjarstjórinn Guðmundur Gunnarsson óvænt störfum á dögunum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ.

Þórdís Sif Sigurðardóttir hefur verið starfandi bæjarstjóri í millitíðinni, en hún sótti sjálf um sveitarstjórastöðuna í Borgarbyggð og fékk.

Birgir er fyrrerandi forstjóri Reykjalundar og var sagt upp á þar fyrirvaralaust af stjórninni í október í fyrra eftir 12 ár í starf. Það mál varð til þess að fjölmargir aðrir starfsmenn hættu í kjölfarið og mikið uppnám varð á vinnustaðnum. Að lokum þurfti að skipa nýja starfsstjórn á Reykjalundi til að lægja öldurnar eftir að nánast enginn læknir eða sérfræðingur var eftir til að sinna vistmönnum.

Birgir er fæddur árið 1963 og er uppalinn á Siglufirði og lauk þaðan grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg.

Birgir á þrjú börn, þau Sævar, Gunnar og Birgittu, og er í sambúð með Astrid Boysen.

Til loka ársins 2019 var Birgir forstjóri Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar í Mosfellsbæ. Þar áður var hann forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, frá 1991-2007.

Birgir hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum s.s. setið stjórn Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg, verið formaður Landssambands heilbrigðisstofnana, formaður Félags forstöðumanna heilbrigðisstofnana og ýmislegt fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann