fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Eyjan

Hæstaréttarlögmaður vænir Loga um stuðning við hryðjuverkasamtök – „Sem láta refsa samkynhneigðum og jafnvel taka þá af lífi“ – Logi svarar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttarlögmaðurinn Einar S. Hálfdánarson veltir upp þeirri spurningu í grein í Morgunblaðinu í dag hvort Samfylkingin sé öfgaflokkur. Til samanburðar bendir hann á að breski Verkamannaflokkurinn hafi verið sakaður um öfgafulla vinstri stefnu og breskir kjósendur treysti flokknum ekki lengur. Einar tínir síðan til nokkur atriði sem hann telur benda til þess að Samfylkingin sé öfgaflokkur og segir meðal annars:

„Logi Einarsson gengur með rauðköflóttan hálsklút þegar mikið liggur við, svo sem á mótmælafundum sem trúnaðarmenn hans hafa skipulagt. Utan arabalanda er slíkur hálsklúturjafnan talinn stuðningsyfirlýsing við gyðingahaturs- og hryðjuverkasamtökin Hamas. Samtökin sem láta refsa samkynhneigðum og jafnvel taka þá af lífi. Myndi formaður frjálslynds jafnaðarmannaflokks í öðru landi gera slíkt? Myndu fjölmiðlar í öðru Evrópulandi láta sem ekkert væri?“

Einar telur einnig að sú stefna seinni ára hjá Samfylkingunni að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé til  marks um öfga. Hann segir:

„Formaðurinn og ný forysta talar jafnan niður til sjálfstæðisfólks. Hann talar um að útiloka þurfi þennan hluta þjóðarinnar frá áhrifum. Sú mæta kona, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lagði hins vegar upp með samráð. Allir ættu rétt á áhrifum við ákvarðanatöku. Útilokun pólitískra andstæðinga er varasöm pólitík. Öfgar geta af sé meiri öfgar eins og dæmin sanna.“

Einar telur skattastefnu Samfylkingarinnar einnig til marks um öfga þar sem sú skoðun sé ríkjandi að auka eigi skattheimtu þó að skattheimta sé mikil fyrir á Íslandi og langt yfir meðaltali OECD.

Logi svarar og er misboðið

Rétt eftir birtingu fréttarinnar birti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, færslu á Facebook þar sem hann fer nokkrum orðum um grein Einars og birtir hana raunar alla í skjáskoti. Loga er misboðið yfir því að vera vændur um stuðning við hryðjuverkasamtök vegna klæðaburðar síns:

„Ég kveinka mér ekki undan gagnrýni. En þegar það að finna sig best í klæðnaði, sem telst ekki hefðbundinn hjá vestrænum, karlkyns, íhaldssömum stjórnmálamönnum, er sagt stuðningur við óhæfuverk, jafnvel gyðingahatur, er mér eiginlega nóg boðið.

Ég kýs þó að túlka grein Einars J. Hálfdánarsonar í Mogganum í dag sem hræðslu við Samfylkinguna og að Sjálfstæðisflokknum sé að fatast flugið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jónas prófessor heldur áfram að hrauna yfir Borgarlínuna – „Eftiröpun antibílista á norskum vegi“

Jónas prófessor heldur áfram að hrauna yfir Borgarlínuna – „Eftiröpun antibílista á norskum vegi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mogginn tætir í sig verkalýðshreyfinguna: „Herskár sósíalismi ber dauðann í sér“

Mogginn tætir í sig verkalýðshreyfinguna: „Herskár sósíalismi ber dauðann í sér“