Föstudagur 26.febrúar 2021
Eyjan

Ágúst segist sjaldan verið jafn vonsvikinn og dapur með ríkisstjórnina – „Af hverju er verið að svíkja þetta mál af öllum?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 18:30

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samylkingarinnar, segist ekki vera viss um það hvort hann hafi nokkurn tímann verið eins vonsvikinn og dapur með ríkisstjórnina. Ágúst útskýrir þetta í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en orð hans birtust einnig á Miðjunni.

„Í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks og í morgun birtust ansi merkilegar heilsíðuauglýsingar í blöðum landsins frá Öryrkjabandalagi Íslands. Í þeim birtust ákall til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að virða skýran vilja Alþingis um lögfestingu samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Ágúst. „Eftir 10 daga átti ríkisstjórnin nefnilega vera búin að leggja fram frumvarp þess efnis. Það mun ekki gerast. Ekkert svona mál er á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta þingmál, sem ég lagði fram, samþykkti þingið fyrir 18 mánuðum!

Þá bendir Ágúst á að núna neyðist Öryrkjabandalagið til að birta sérstakar heilsíðuauglýsingar um að hér beri ríkisstjórninni að virða löggjafarviljann. „Við samþykktum öll saman, úr öllum flokkum, mál sem myndi stórbæta réttarstöðu fatlaðs fólks og ríkisstjórninni var falið hið skýra hlutverk að leggja fram frumvarpið innan ákveðins tímaramma. Af hverju er verið að svíkja þetta mál, af öllum?“ spyr Ágúst.

„Ég hef sjaldan, ef nokkurn tímann, verið eins vonsvikinn og dapur með þessa ríkisstjórn. Þurfa öryrkjar í alvörunni að kaupa heilsíðuauglýsingar til að ná eyrum þessarar ríkisstjórnar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Forseti megi ekki sitja lengur en tólf ár

Forseti megi ekki sitja lengur en tólf ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samfélagsmiðlar og leitarvélar stýra hvernig við sjáum heiminn

Samfélagsmiðlar og leitarvélar stýra hvernig við sjáum heiminn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa Björk vildi toppsætið – Svo rann upp fyrir henni að uppstillingarnefndin væri ekki líkleg til að velja hana í það

Rósa Björk vildi toppsætið – Svo rann upp fyrir henni að uppstillingarnefndin væri ekki líkleg til að velja hana í það