Föstudagur 05.mars 2021
Eyjan

Ágúst segist sjaldan verið jafn vonsvikinn og dapur með ríkisstjórnina – „Af hverju er verið að svíkja þetta mál af öllum?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 18:30

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samylkingarinnar, segist ekki vera viss um það hvort hann hafi nokkurn tímann verið eins vonsvikinn og dapur með ríkisstjórnina. Ágúst útskýrir þetta í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en orð hans birtust einnig á Miðjunni.

„Í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks og í morgun birtust ansi merkilegar heilsíðuauglýsingar í blöðum landsins frá Öryrkjabandalagi Íslands. Í þeim birtust ákall til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að virða skýran vilja Alþingis um lögfestingu samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Ágúst. „Eftir 10 daga átti ríkisstjórnin nefnilega vera búin að leggja fram frumvarp þess efnis. Það mun ekki gerast. Ekkert svona mál er á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta þingmál, sem ég lagði fram, samþykkti þingið fyrir 18 mánuðum!

Þá bendir Ágúst á að núna neyðist Öryrkjabandalagið til að birta sérstakar heilsíðuauglýsingar um að hér beri ríkisstjórninni að virða löggjafarviljann. „Við samþykktum öll saman, úr öllum flokkum, mál sem myndi stórbæta réttarstöðu fatlaðs fólks og ríkisstjórninni var falið hið skýra hlutverk að leggja fram frumvarpið innan ákveðins tímaramma. Af hverju er verið að svíkja þetta mál, af öllum?“ spyr Ágúst.

„Ég hef sjaldan, ef nokkurn tímann, verið eins vonsvikinn og dapur með þessa ríkisstjórn. Þurfa öryrkjar í alvörunni að kaupa heilsíðuauglýsingar til að ná eyrum þessarar ríkisstjórnar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“
Fyrir 1 viku

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við