fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Eyjan

Brynjar gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir harðlega – „Meðvirkni minni er lokið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 16:40

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer hörðum orðum um þær sóttvarnaaðgerðir sem beitt hefur verið hér á landi undanfarið. Í grein sem birtist á Vísir.is í dag segir Brynjar að ríkisvaldið hafi stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í sögunni:

„Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum.“

Brynjar segist ekki gera lítið úr hættulegum áhrifum veirunnar en telur að gæfulegra hefði verið að vernda viðkvæma hópa sérstaklega og búa Landspítalann undir aukið álag í stað þess að beita hömlum sem ræni einstaklinga frelsi og rústi efnhag þjóðarinnar: „Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma.“

Brynjar telur að aðgerðirnar hafi auk þess ekki skilað tilætluðum árangri:

„Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl.

Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna.“

Brynjar sker upp herör gegn þessum aðgerðum og segist vilja lifa í frjálsu samfélagi:

„Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“