fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Eyjan

Logi sendir Framsókn tóninn – „Með laskaða sjálfsmyndin eftir nær samfellt 30 ára samstarf með Sjálfstæðisflokknum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 7. nóvember 2020 11:58

Mynd frá Landsfundi/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson hlaut sannfærandi kjör sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi í gær, en hann var einn í framboði. Hann flutti stefnuræðu á landsfundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu mála í samfélaginu og þau verkefni sem framundan eru hjá jafnaðarmönnum.

„Þetta eru erfiðar tímar fyrir marga. Og hugur minn — og okkar í Samfylkingunni — er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda eða þurfa að færa miklar fórnir þessi misserin. Við hugsum til ykkar:

Þið sem hafið misst ástvin — & ég veit persónulega af nokkrum félögum okkar sem hafa lent í því — við vottum ykkur samúð. Þið sem hafið veikst illa og eruð jafnvel enn að eiga við eftirköst — þið sem hafið einangrast félagslega — þið sem vinnið í framlínustörfum undir miklu álagi. Og síðast en ekki síst: þið sem hafið misst vinnuna — eða berjist í bökkum með eigin atvinnurekstur…

Ég vil að þið vitið að Samfylkingin stendur með ykkur. Okkur er ekki sama — við viljum að þeim sé hjálpað sem lenda verst í því á þessum erfiðum tímum. Samfylkingin er þannig flokkur: Við verðum alltaf að vera til staðar & standa okkur í stykkinu fyrir fólkið sem við þjónum: Því við erum Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Og ábyrgð okkar er mikil.“

Logi segir að Samfylkingin vilji hafa jafnaðarstefnu sína líkt og húsgögn í hæsta gæðaflokki. „helst klassíska & norræna.“

Ábyrga leiðin

Þau verkefni sem framundan eru einkennist af þeim faraldri kórónuveirunnar sem landið er nú að takast á við.

„Á dögunum kynntum við í þingflokki Samfylkingarinnar efnahagsáætlun til næsta árs, Ábyrgu leiðina, sem snýst um að gera þrennt: (1) Fjölga störfum, (2) efla velferð — og: (3) leggja grunn að nýjum stoðum undir íslenskt hagkerfi — undir útflutning og verðmætasköpun framtíðar — með því að ráðast í metnaðarfulla græna uppbyggingu um land allt — græna atvinnubyltingu.

Ábyrga leiðin er skýr, útfærð áætlun sem fjölgar störfum um allt að sjö þúsund á árinu 2021 & minnkar þannig atvinnuleysi í landinu um þriðjung: Með beinum aðgerðum — átaki gegn undirmönnun í almannaþjónustu — með því að styrkja ráðningar en ekki uppsagnir, eins og ríkisstjórnin gerir — & efla virkar vinnumarkaðs-aðgerðir.“

Atvinnuskapandi skattalækkanir

Lykilatriði sé að fjölga störfum og bregðast við atvinnuleysinu hér á landi.Það sé til dæmis hægt með því að létta skattabyrði af einyrkjum og smærri fyrirtækjum sem og atvinnuletjandi jaðarskatta á barnafólk og lífeyrisþega.

„Þarna kristallast líka munurinn á skattastefnu Samfylkingarinnar annars vegar & skattastefnu Sjálfstæðisflokksins & ríkisstjórnarinnar hins vegar, sem gerir lítið annað en blása upp tölurnar á bankabókum þeirra allra ríkustu. Á meðan við leggjum áherslu á atvinnuskapandi skattalækkanir og að jafna kjörin þá leggur ríkisstjórnin mesta áherslu á minnka álögur á stórútgerðina — & boðar núna lækkun erfðafjárskatts & sérstaka vernd fyrir fjármagnseigendur gegn verðbólgu. Fyrstu skattalækkanir stjórnarinnar til að bregðast við COVID… það var annars vegar lækkun bankaskatts & hins vegar sérstök lækkun stimpilgjalds vegna kaupa á stórum skipum… sem segir sína sögu!“

Yfir tuttugu þúsund manns hér á landi séu nú í atvinnuleit, með viljann til að vinna en enga atvinnu sé þó að fá. Samt er það aðeins Samfylkingin sem hafi sett fram áætlun um hvernig mögulegt sé að bregðast við þessari stöðu.

Ríkisstjórnin hefur engin svör

Síðan eftir veiruna þurfi að reisa landið við aftur. Þá þurfi að svara stórum spurningum á borð við hvernig takast eigi á við halla á ríkissjóð, hversu hratt og hvort við séum tilbúin að gera það sem þarf til að halda uppi öflugri almannaþjónustu, tryggja tækifæri þeirrar kynslóðar sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og til að tryggja árangur í loftslagsmálum.

„Samfylkingin hefur skýr svör við öllum þessum spurningum — en ríkisstjórnin hefur engin svör. Enda mynduð í miklum makindum, um pólitísk þægindi & ráðherrastóla, varðstöðu um úrelt kerfi & auðvelda útgjaldaaukningu.
En nú vandast hins vegar málið fyrir ríkisstjórnina — þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir — þá er þetta ekki jafn þægilegt og áður: Þá þarf raunverulega pólitíska stefnu, forystu & framtíðarsýn“

Vinstri grænum hefur mistekist

Logi segir að Vinstri grænum hafi mistekist að koma málum sínum í framkvæmd í ríkisstjórninni.

„Vinum okkar í Vinstri grænum hefur mistekist að koma sínum málum í framkvæmd, því miður — og það eru engin illindi í þessum orðum — það er bara þannig að árangurinn er engan veginn ásættanlegur. Loftslagsmálin eru enn í lamasessi þrátt fyrir miklar yfirlýsingar, ríkisstjórnin rekur ójafnaðarstefnu í skattamálum & mannfjandsamlega stefnu í málefnum flóttafólks.

Framsóknarfólk sem skreytir sig gjarnan með félagshyggjufjöðrum þegar líður að kosningum — er með laskaða sjálfsmyndin eftir nær samfellt 30 ára samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Það færi félögum okkar í Framsókn miklu betur að koma aftur heim inn á miðjuna & líta til vinstri!

Sjálfstæðisflokkurinn er sundraður & klofinn — sem er reyndar hætt að sæta tíðindum.

Þau íhaldssömustu ganga nú í Miðflokkinn, eitt af öðru, & hörðustu markaðssinnarnir eru farnir í Viðreisn. Það eru engin prinsipp eftir — bara varðstaða um þrönga sérhagsmuni. Millitekjufólk og smærri atvinnurekendur eiga enga málsvara þarna lengur — hvað þá tekjulægstu hóparnir.

En höfum hugfast — öll, bæði flokksfélagar & aðrir áheyrendur — að stuðningur við Samfylkinguna er eina leiðin að ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki að vera með fingurna í fjármálum ríkisins. Okkar gildi, okkar stefna, okkar forysta — er skýrasti valkosturinn fyrir þau sem vilja fara aðra leið“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telja að Obamacare muni halda velli

Telja að Obamacare muni halda velli