fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir Svandísi hafa „löðrungað“ Sigríði í þingsal

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 15:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hrósar og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir það hvernig hún svaraði Sigríði Á Andersen, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í dag. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Helgu segir hún Svandísi hafa „löðrungað“ Sigríði.

„Stundum er gaman að horfa á þingmenn skiptast á skoðunum í þingsal. Slíkt átti sér stað rétt í þessu þegar Svandís Svavarsdóttir, „löðrungaði“ Sigríði Andersen í umræðu um sóttvarnir. Þarna sýndi Svandís hvað hún, þegar þannig er gállinn á henni, er fjári orðheppin og snjöll.“

Umræða um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu á Alþingi í morgun, en þar gaf Sigríður í skyn að í raun væri Svandís væri ekki sú sem að væri með stjórnartaumana og sagði það vont.

„Það er vont að heyra það ef hæstvirtur heilbrigðisráðherra telur það ekki vera á sínu borði hvaða sóttvarna reglum almannavarnir eru að beina til einstakra einstaklinga úti í landinu og ef það eru einhver áhöld uppi um það hvaða reglur raunverulega gildi hér,“

Svandís svaraði því fullum hálsi og spurði hvort að Sigríður vildi ekki fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og bað hana um að útskýra eigin sjónarmið í málinu, sem hafi aldrei komið fram. Eflaust var það „löðrungs“-svarið sem Helga Vala átti við.

„Ég vil minna háttvirtan þingmann á að það er almannavarnaástand á Íslandi og hefur varað núna um nokkurra mánaða skeið. Ég vil skilja spurningu eftir hjá háttvirtum þingmanni sem lætur að því liggja og hefur rætt það, bæði í fjölmiðlum í greinum og annars staðar og núna síðast í í þingsal, að við förum hér villur vegar í því hvernig við erum að bregðast við. Ég vil biðja háttvirtan þingmann um að leggja lykkju á leið sína í þingsal einhvern góðan veðurdag einmitt í málstofu hlutverkinu að deila með okkur hinum sínum sjónarmiðum að því er varðar það hvernig á að taka á málinu. Hvað er það sem háttvirtur þingmaður leggur til? Það hefur aldrei komið fram. Leggur háttvirtur þingmaður til að við förum ekki að ráðum sóttvarnalæknis í glímunni við Covid-19? Hvað er það sem viðkomandi þingmaður leggur til? Það dugar nefnilega ekki að tala bara á móti einhverju. Maður ber ábyrgð hérna í þessum þingsal sem þingmaður,“

https://www.facebook.com/helgavala/posts/10157793987511728

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt