fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Eyjan

Úlfúð í Vestmannaeyjum – „Trúnaðarbrestur“ í tölvupóstssamskiptum og tvö „vindhögg“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sól­veig Sigurðar­dóttir, bæjar­full­trúi og odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Vest­manna­eyjum, sakar Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja og bæjarráð um trúnaðarbrest í pistli sem birtist á vef vef Eyja­frétta í gær.

Hildur segist hafa sent tölvupóst á bæjarstjóra í byrjun nóvember. Þar hafi hún óskað eftir upplýsingum um kostnað vegna stöðugilda, forsendum ákvörðunartöku vegna ráðningamála og upplýsingum um upphæðir vegna hagræðinga.

Hún segir að í póstinum hafi vissulega ekki verið nein „hernaðarleyndarmál“, en það hafi þó komið sér í opna skjöldu þegar að umræddur tölvupóstur var birtur á vefsíðu sveitarfélagsins, án þess að hún yrði spurð út í málið.

„Þau vinnubrögð sem bæjarráð sýndi af sér með birtingu þessa tölvupóstar í leyfisleysi eru til þess fallin að valda verulega skertu trausti á samskiptum og trúnaði kjörinna fulltrúa við æðsta embættismann sveitarfélagsins. Samskiptum og trúnaði sem hafa haldið vel hingað til í málum sem snúa að miklum hagsmunum samfélagsins og hafa einkennt umræður og ákvarðanatöku vegna t.d. samgöngumála og heilbrigðismála. Héðan í frá mun undirrituð þó þurfa að muna að öll mín framtíðarsamskipti við bæjarstjóra í gegnum tölvupóst munu hugsanlega verða birt opinberlega án þess að ég hafi svo mikið sem andmælarétt.“

Þá spyr Hildur hvers vegna fyrirspurnir hennar séu birtar þegar þeim hafi ekki verið svarað.

Íris svarar

Nú hefur Íris svarað í pistli sem birtist einnig í Eyjafréttum. Hún segir pistil Hildar vera vindhögg og vitnar í ákvæði bæjarstjórnar máli sínu til stuðnings og gefur í skyn að Hildur sé ekki nægilega vel upplýst um ákvæðin. Þá segir Íris það misskilning að Hildur hafi sent póstinn á sig persónulega, heldur hafi hann farið á fleiri aðila. Auk þess segist Íris ekki hafa verið lengi að svara.

„Þessi bókun oddvita D-listans er vindhögg.

Jafnvel enn meira vindhögg er grein sem oddvitinn birtir síðan í fréttamiðlum bæjarins í gær. Þar heldur oddvitinn því fram að á henni hafi verið brotinn trúnaður með því að birta í fundargerð bæjarráðs spurningarnar sem um getur hér að ofan og tók svo óskaplega langan tíma að svara, sem sagt tvo daga. Hún segir að þetta hafi verið  “…tölvupóstur sem ég sendi persónulega á bæjarstjóra…“. Það er ekki rétt. Þetta var tölvupóstur sem kjörinn fulltrúi stílar á bæði bæjarstjóra OG framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins með 10 tölusettum spurningum og ritar undir með nafni og titlinum: “Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum“. Átti ég að líta svo að þetta erindi hefði verið sent mér “persónulega“ eins og oddvitinn heldur fram? Auðvitað nær það engri átt.

Þessi grein oddvitans er líka vindhögg; númer tvö í sama málinu.“

Pistil Hildar má lesa hér

Pistil Írisar má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halldór hjólar í Björn Leví – „Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?

Halldór hjólar í Björn Leví – „Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Erfiðir tímar fram undan hjá Repúblikönum eftir árásina á þinghúsið

Erfiðir tímar fram undan hjá Repúblikönum eftir árásina á þinghúsið