fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar fyrir öryrkja

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin er í þessu að kynna viðspyrnuaðgerðir vegna stöðunnar í efnahagsmálum Íslands vegna faraldurs COVID-19.

Vekur þar athygli að öryrkjar fá sérstakan stuðning. Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, kynnti aðgerðir til öryrkja.

Í fyrsta lagi er um einskiptist aðgerðir að ræða, skattfrjálsa eingreiðslu upp á 50.000 krónur sem verður skattfrjáls og án skerðinga gagnvart öðrum tekjum.

Einnig er verið að undirbúa desemberuppbót gagnvart þessum hóp þannig að allir öryrkjar sem búa einir fái  61.839 krónur í desemberuppbót og þeir sem búa með öðrum fá 46.217 krónur.

Síðan er verið að undirbúa frekari breytingar og verður farið í litla kerfisbreytingu sem er ætlað að taki gildi um áramót sem miðar að því að það komi viðbótarhækkun til örorkulífeyrisþega upp á 8 þúsund krónur sem mun dreifast með þeim hætti það fer meira til þeirra sem eru á strípuðum mótum. Síðan er almenn hækkun almannatrygginga nú um áramót upp á 3,6 prósent sem nemur um 11 þúsund krónum.

Þeir sem eingöngu eru með tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins munu fá hækkun upp á 21 þúsund krónur frá og með 1. janúar.

Þarna er breyting á tekjuskattskerfinu sem munu koma til framkvæmda um áramót. Hins vegar er viðbótarhækkun sem sérstaklega er beint að þeim öryrkjum sem hafa engar aðrar tekjur en greiðslurnar frá Tryggingastofnun og þessi breyting er varanleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?