fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
Eyjan

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 10:13

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fylgist með málefnum hópsýkingarinnar á Landakoti þó svo að málið sé ekki opinberlega inn á hennar borði. Stundin greindi því í morgun að Svandís hafi neitað að veita viðtöl eða tjá sig um hópsmitið og sagði aðstoðarmaður hennar, Birgir Jakobsson, að málið væri ekki inn á borði hjá henni.

Í samtali við DV segir Birgir þetta rétt eftir sér haft, hins vegar þýði það ekki að Svandís sé ekki að fylgjast með þróun mála. Hins vegar hafi slík mál lögboðna leið í gegnum kerfið. Fyrst þurfi Landlæknir að rannsaka málið og skila sínum niðurstöðum. Það hafi ekki verið gert og þær niðurstöður sem kynntar verða í dag eru niðurstöður úttektar Landspítala en enn eigi eftir að rannsaka málið hjá embætti Landlæknis en eftir því hverjar niðurstöður þeirrar rannsóknar verða gæti vel verið að málið endi inn á borði hjá Svandísi.

Í millitíðinni sé ekki rétt að hún sé að tjá sig um málið.

„Málið er þannig að það er tilkynnt til embættis landlæknis sem alvarlegt atvik og landlæknir er eftirlitsaðili að svona málum þannig það er ekki rétt að ráðherra sé að tjá sig um mál sem eru í rannsókn hjá eftirlitsaðilanum,“ sagði Birgir í samtali við blaðamann.

Sagði Birgir að blaðamaður Stundarinnar hafi fengið sömu svör, en hafi þó ákveðið að stilla svarinu upp með þeim hætti að ekki var tekið fram hvers vegna ráðherra gat ekki tjáð sig.

„Hann hefur eitthvað snúið þessu okkur í óhag. Ég er ekki alveg að átta mig á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fjölkvænisfrumvarp“ Pírata vekur misjöfn viðbrögð – Margrét uggandi en Ingu Sæland skemmt

„Fjölkvænisfrumvarp“ Pírata vekur misjöfn viðbrögð – Margrét uggandi en Ingu Sæland skemmt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjáðu hverjir eru á leiðinni út og inn af Alþingi í næstu kosningum

Sjáðu hverjir eru á leiðinni út og inn af Alþingi í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Harmaborgin rís en íbúar mótmæla – „Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki“

Harmaborgin rís en íbúar mótmæla – „Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki“