fbpx
Sunnudagur 24.janúar 2021
Eyjan

Saksóknarinn á Alþingi – Vill senda barnaklámsmenn í sex ára fangelsi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 13:30

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá embætti Ríkissaksóknara, flutti í gær í flutningsræðu frumvarps um breytingar á hegningarlögum sem myndi þyngja hámarksrefsingu fyrir vörslu á barnaklámi úr tveimur árum í sex ár.

17 meðflutningsmenn úr fjölmörgum flokkum eru á frumvarpinu. Frumvarpið er nú á borði Allsherjar- og menntamálanefndar.

Það var með frumvarpi Sólveigar Pétursdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í apríl 2000 sem refsing við vörslu barnakáms var færð úr því að vera einungis sektir í að tveggja ára fangelsi. Aðeins tveir áratugir eru því síðan varsla barnakláms varðaði ekki fangelsisvist.

Saksóknarinn á þingi lætur til sín taka

Í samtali við DV segir Þorbjörg að hún hafi komið inn sem þingmaður Viðreisnar í apríl og ákveðið strax að leita í sína fyrri reynslu sem saksóknari. „Þetta ákvæði hefur alltaf truflað mig. Það er á skjön við önnur ákvæði kynferðisbrotakafla hegningarlaga hvað varðar refsihámark og er líka á skjön við lagaákvæði í hinum Norðurlöndunum. Þau hafa öll á undanförnum árum þyngt refsingar í brotaflokknum og engin þessa þjóða hefur hingað til talist sérstaklega refsiglöð,“ segir Þorbjörg.

Þá segir Þorbjörg að tveggja ára hámarksrefsing við stórfelldu broti sé ekki í neinu samræmi við alvarleika þessa brota. „Á tækniþróuninni eru neikvæðar hliðar,“ segir hún, „menn eru að skiptast á efni með öðrum hætti en áður var. Ákvæðið nær bara ekki utan um það að efnið sem menn geta verið með í sinni vörslu er í mörgum tilfellum mjög gróft ofbeldi gegn mjög ungum börnum. Í sumum tilfellum er um að ræða tugi þúsunda skjala sem flakka á milli manna á netinu.“

Þorbjörg segir jafnframt að þeir sem horfa á svona efni beri beina ábyrgð á framleiðslu þess og tilvist. „Þeir sem horfa á efnið mynda eftirspurn eftir efninu og svona efni yrði ekki til nema af því að það er eftirspurn eftir því.“ Hún segir jafnframt staðreynd að menn sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðislega misnotkun á barni gerast oft uppvísir að vörslu barnakláms. „Þessir brotaflokkar tengjast,“ segir Þorbjörg. Þá hafa að hennar sögn brotin farið stækkandi að umfangi með árunum og hafa nú skipulagðara yfirbragð.

Skekkjan leiðrétt

Aðspurð hvort það sé eitthvað eitt mál sem sitji í henni frá því á saksóknardögum sínum, svarar Þorbjörg að svo sé ekki beint, heldur sé frekar um skekkju að ræða sem hún ætli sé að leiðrétta. „Það er innbyrðis skyldleiki á löggjöf innan Norðurlandanna og því eðlilegt að við tökum mið af breytingum sem hafa orðið þar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg játar því og segist meðvituð um að margir myndu vilja sjá fangelsisdóma miklu lengir en sex ár, en segir refsigleði ekki hluta af okkar pólitísku hefð og vísar aftur til Norðurlandanna. „Ég þaulskoðaði þetta mál og komst að þessari tölu,“ útskýrir Þorbjörg fyrir blaðamanni með yfirveguðum en ákveðnum tón sem gerir blaðamanni það ljóst, að saksóknarinn í Þorbjörgu lifir góðu lífi innan veggja Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“