fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Eyjan

Segir Kristján hafa „hleypt öllu í bál og brand“ – Ásthildur mögulegur arftaki

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 9. október 2020 13:44

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs veltir fyrir sér framtíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í orðróms-pistli á Mannlífi í dag. Hann telur að Kristján hafi málað sig út í horn í vikunni, þegar hann sagði sauðfjárbændur stunda starf sitt af áhugamennsku. Þar hafi ráðherrann bætt gráu ofan á svart, og telur að „útspilið sé sjálfhætt“.

„Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, hefur bókstaflega hleypt öllu í bál og brand með ummælum sínum um að sauðfjárbændur stundi starf sitt af áhugamennsku. Um allt land er ráðherranum úthúðað fyrir taktleysi og áhugaleysi á einni mikilvægustu starfsgrein Íslendinga.

Fyrir var Kristján í ímyndarkreppu vegna Samherja og tengsla sinna við frændur sína og vini þar. Andstæðingar hans hafa skilgreint hann sem ráðherra Samherja og sjálfir hafa Samherjamenn lýst honum sem vini. Kristján hefur ekkert látið uppi um áform sín í komandi kosningum en talið er að eftir nýjasta útspilið sé sjálfhætt hjá honum.“

Þá nefnir Reynir mögulega „arftaka“ Kristjáns. Annars vegar nafna hans Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóra á Húsavík. Og hins vegar Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri, sem lét líkt og ráðherrann umdeild ummæli falla í vikunni, er gaf í skyn að Reykvíkingar væru kærulausari en Akureyringar.

„Meðal þeirra sem nefndir eru sem arftakar er Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem að vísu lenti í ógöngum eftir að hafa sýnt höfuðborgarbúum hroka í tengslum við Covidsmit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurjón segir þau vera verstu ráðherrana – „Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug“

Sigurjón segir þau vera verstu ráðherrana – „Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur segir að fríverslunarviðræðum við Breta verði haldið áfram

Guðlaugur segir að fríverslunarviðræðum við Breta verði haldið áfram
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar segir prestinn vera á villigötum – „Treystir hvorki guði né mönnum fyrir heiminum án sinnar íhlutunar“

Einar segir prestinn vera á villigötum – „Treystir hvorki guði né mönnum fyrir heiminum án sinnar íhlutunar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tryggingastofnun tjáir sig um falleinkunn Ríkisendurskoðunar

Tryggingastofnun tjáir sig um falleinkunn Ríkisendurskoðunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sveitastjóri tekur á sig launalækkun vegna kórónukreppunnar

Sveitastjóri tekur á sig launalækkun vegna kórónukreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg stendur með finnska forsætisráðherranum eftir „ósæmilega“ myndatöku

Heiða Björg stendur með finnska forsætisráðherranum eftir „ósæmilega“ myndatöku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump biður úthverfakonur að styðja sig

Trump biður úthverfakonur að styðja sig