fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Eyjan

Brynjar lætur ekki lækna grilla sig þegjandi og hljóðalaust

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í vikunni mótfallinn viðamiklum aðgerðum til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þau ummæli vöktu nokkur viðbrögð í samfélaginu, meðal annars frá umsjónarlækni Covid-19 göngudeildarinnar, Ragnari Frey Ingvarssyni. Velti Ragnar því fyrir sér hvort Brynjar ætti erfitt með að skilja tölur og hvort hann áttaði sig á þeim banvænu afleiðingum sem aðgerðarleysi í kórónuveirunni gæti haft í för með sér.

Brynjar hefur nú svarað gagnrýni Ragnars í nokkuð löngu máli í færslu á Facebook. Vísar hann til Ragnars sem „grillara“ og „grilllækni“ en Ragnar Freyr er einnig þekktur fyrir vinsælt matarblogg sitt – Læknirinn í eldhúsinu.

„Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn slíkum hæðum í hroka að þingmaðurinn, sem kallar nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum, bliknar í samanburðinum,“ skrifar Brynjar. 

Brynjar hefur fengið yfir sig holskefluna

Brynjar segir Ragnar þar að auki fara með rangt mál. Það sé ekki svo að Brynjar vilji engar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Hann hafi hreinlega velt fyrir sér ágæti þess að hafa íþyngjandi og víðtækar aðgerðir í lengri tíma.

„Þingmaðurinn velti því upp hvort svona íþyngjandi og víðtækar aðgerðir væru nauðsynlegar og til góðs til lengri tíma fyrir líf og heilsu fólks. Svo hafði þingmaðurinn efasemdir um að allar þessar þvingunaraðgerðir stjórnvalda ættu sér fullnægjandi lagastoð. Þingmaðurinn, sem var fyrir sæmilega illa þokkaður víða, hefur fengið yfir sig holskefluna, ekki síst frá fólki sem telur mikilvægt fyrir lýðræðið að við tölum saman og skiptumst á skoðunum.“

Brynjar kveðst nokkuð upp með sér að Ragnar hafi tekið sér tímann til að gagnrýna Brynjar. Hins vegar hafi Brynjar ekki verið fyrstur með þessar efasemdir og ekki sá lærðasti sem hefur látið þessar efasemdir í ljós á opinberum vettvangi.

Ótalnaglöggur þingmaður eða ótalnaglöggur læknir? 

Fettar Brynjar einnig fingur í ummæli Ragnars um að Brynjar skilji ekki tölur.

„Grilllæknirinn hefur áhyggjur að því að ég skilji ekki tölur. Hann byrjar á þvi að fullyrða að „fyrir hverja 1000 smitaða fáum við 32 innlagnir, 7 á gjörgæslu og 3 deyja, að minnsta kosti. Síðan segir talnaglöggi grillarinn í næstu setningu “ að í þessari bylgju hafi um 1000 smitast, 24 eru á sjúkrahúsi, 4 á gjörgæslu og sem betur fer enginn dáið“. Þingmaðurinn er ekki svo ótalnaglöggur að sjá ekki ósamræmi í þessum tölum grillarans.“
Brynjar sé þó nægilega talnaglöggur til að sjá það að með versnandi efnahag á Íslandi hljóti það með einum eða öðrum hætti að bitna á heilbrigðiskerfinu á endanum. Það gæti haft banvænar afleiðingar.
„Meira segja þekktir grillarar geta reiknað út hvað margir myndu deyja þá. Kannski nennir einhver síðar að reikna út hvað margir hafa dáið vegna þessara íþyngjandi aðgerða, sem nú hafa staðið lengi yfir.“
Einhver verður að taka umræðuna
Brynjar kveðst vera að horfa til langtíma áhrifa kórónuveirunnar og þeirra hagsmuna sem skipti máli í því samhengi. Sú umræða sé nauðsynleg og einhver verði að taka hana.
„Þingmaðurinn er ekki svo illa innrættur að hann skilji ekki áhyggjur fólks. En þingmaðurinn er bara að velta fyrir sér heildarhagsmunina til lengri tíma litið. Löngu tímabært að sú umræða sé tekin og ekki viss um að rétt sé að þagga hana niður eins og grillmeistarar reyna.“
Að lokum kemur Brynjar með áhugaverða hugmynd. Að flytja inn sérfræðinga frá Norður Kóreu til að aðstoða við stefnumótun. Telja má líklegt að þarna sé Brynjar að spauga.
„Legg til í lokin af stjórnvöld flytji inn sérfræðinga frá Norður Kóreu til aðstoðar. Þeir vita örugglega hvernig á að loka löndum og allri starfsemi, svo vel sé. Mér skilst að dánartíðni þar sé mjög lítil og svo hafi verið lengi og löngu fyrir tíma Covid.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þráinn Bertels sér tækifæri í stóra fánamálinu – Vill að fleiri beri samskonar merki og lögreglukonan

Þráinn Bertels sér tækifæri í stóra fánamálinu – Vill að fleiri beri samskonar merki og lögreglukonan
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leggur til að Píratar og Samfylkingin sameinist – „Píratahreyfingin erlendis er næstum dauð“

Leggur til að Píratar og Samfylkingin sameinist – „Píratahreyfingin erlendis er næstum dauð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn