fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Bryndís segir Vigdísi forseta hafa sýnt sér fjandskap – „Ég þoli ykkur ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. október 2020 15:45

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýútkomnum æviminningum Bryndísar Schram, Brosað í gegnum tárin, er að finna óvænta frásögn þar sem Bryndís segir Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, hafa sýnt sér fjandskap og reiðilegt viðmót. Að mati Bryndísar átti reiði forsetans sér þó ekki upptök í persónulegri óvild heldur stafaði af gífurlegri pólitískri spennu vegna EES-samningsins sem hafði verið samþykktur á Alþingi en mikil mótstaða var við í samfélaginu.

Atvikið átti sér í árlegri veislu sem erlendir sendiherrar halda forseta til heiðurs. Jón Baldvin komst ekki í veisluna þar sem hann var boðaður á skyndifund um EES-samninginn í Brussel, en Bryndís fór ein. Atvikinu óþægilega með Vigdísi forseta lýsir hún svona:

„Í lok lystilegrar máltíðar stóð ég upp og gekk niður stigann í átt að snyrtingunni. Forseti Íslands, heiðursgesturinn, hlýtur að hafa komið í humátt á eftir mér, því að allt í einu stóðum við hlið við hlið framan við spegilinn á kvennaklósettinu. Hún var að leita að varalitnum í töskunni sinni, en ég var með minn í höndunum og hafði lokið við að mála mig. 

„Ég þoli ykkur ekki,“ segir konan upp úr eins manns hljóði af mikilli ástríðu. Ég man, að ég leit snöggt á hana, en kom ekki upp orði. Þetta var svo óvænt og svo sárt. Hún sagði ekkert meira, fyrr en hún hafði lokið við að mála á sér varirnar: „Og nú förum við aftur upp, látum eins og ekkert sé. Báðar vanar úr leikhúsinu, ekki satt?“ Svo gekk hún út, án þess að líta á mig. Meira var það ekki.“

Jón Baldvin Hannibalsson, eiginmaður Bryndísar, var ráðherra frá 1987 til 1995. Þar af var hann utanríkisráðherra í sjö ár. Í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins (1991-1995), undir forsæti Davíðs Oddssonar, var EES-samningurinn gerður og varð að lögum hér á landi. Jón Baldvin var þá utanríkisráðherra og beitti sér mjög í málinu. Telja margir hann hafa náð fram hagstæðum samningi fyrir land og þjóð.

Samningurinn var engu að síður gífurlega umdeildur hér á landi og um tíma klauf hann þjóðinar í tvær fylkingar. Ákaflega var sótt Vigdísi forseta um að skrifa ekki undir lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæði. Í hópi andófsfólks gegn samningnum voru margir vinir, stuðningsmenn og aðdáendur forsetans. Málið var henni því mjörg erfitt og hún var undir miklum þrýstingi. Segist Bryndís skoða gremju hennar í garð hennar og Jóns Baldvins í því ljósi. Ekki hafi heldur bætt úr skák að Jón Baldvin skyldi ekki mæta í þessa heiðursveislu hennar, þar hafi EES-samningurinn haft forgang fram yfir forsetann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega