fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Eyjan

Ágúst Ólafur sakaður um kvenfyrirlitningu – „Þú átt ekkert erindi inn á Alþingi”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 5. október 2020 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, vakti athygli á laugardag þegar hann sem gestur í Sprengisandi á Bylgjunni kenndi sitjandi ríkisstjórn við Bjarna Benediktsson, en líkt og flestir vita þá er Bjarni fjármálaráðherra en ríkisstjórnir landsins eru kenndar við forsætisráðherra sem í dag er Katrín Jakobsdóttir hjá Vinstri Grænum.

Þáttastjórnendur bentu Ágústi Ólafi á mistökin og tók hann þá fram að það væri vel þekkt staðreynd að Bjarni Benediktsson færi með raunveruleg völd, ekki Katrín.

Málið hefur vakið mikla athygli og hefur Ágúst Ólafur verið sakaður um kvenfyrirlitningu.

Finndu þér eitthvað annað að gera

„Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi inn á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn….,“ tístir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna.

Ráðherra sakar þingmann um kvenfyrirlitningu

„Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ tísti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra um málið.

Hvers konar eiginlega virðing

„Hvers konar eiginlega virðing er þetta við leiðtoga á borð við Katrínu sem er talin einn áhrifamesti leiðtogi heims. Þarf t.d. að efast um áhrif sem HÚN og ríkisstjórn hennar tala fyrir og um á Alþjóðavettvangi. Algjör reynslubolti,“ skrifar Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona og starfsmaður á mannauðssviði Marel, á Facebook.

Furðar Hulda sig á því að Ágúst Ólafur, sem að jafnaði tali fyrir jafnrétti kynjanna og mikilvægi þess geti látið þessi ummæli falla. „Þó að mér finnist hann góður að mörgu leyti, þá skil ég ekki hvernig þingmaður sem talar fyrir jafnrétti og mikilvægi þess, getur talað svona um kvenleiðtoga sem mun fara í sögubækur sem einn merkasti leiðtogi Íslandssögunnar.“

Ótrúlega svekkjandi

Margir tjá sig jafnframt um málið undir færslu Huldu.

„Ótrúlega svekkjandi að heyra þessi ummæli,“ skrifar Róbert Marhall, fyrrverandi þingmaður.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir það ansi oft sem sjálfstæði kvenna í stjórnmálum sé dregið í efa.

„Mikilvæg ábending til allra sem eru að ræða stjórnmál. Það er ansi oft sem sjálfstæði kvenna í pólitík er dregið í efa og rætt um okkur sem handbendi karla. Ég geri allt sem Dagur segir mér, Sigmundur Davíð stjórnaði Lilju, Gunnar Smári – Sönnu og svo frv…n oft ekki hugsað en er skaðlegt fyrir jafnréttisbaráttuna.“

„Þetta fælir mann frá mönnum sem þessum,“ skrifar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens.

Biðst afsökunar

Ágúst Ólafur stígur sjálfur fram undir færslu Huldu og biðst afsökunar á ummælunum.
„Það var alls ekki ætlun mín að gera litið úr forystuhlutverki Katrínar og biðst ég afsökunar á því. Ég var að reyna að gagnrýna Bjarna og hans pólitík. Auðvitað ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og fjárlögunum.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þráinn Bertels sér tækifæri í stóra fánamálinu – Vill að fleiri beri samskonar merki og lögreglukonan

Þráinn Bertels sér tækifæri í stóra fánamálinu – Vill að fleiri beri samskonar merki og lögreglukonan
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leggur til að Píratar og Samfylkingin sameinist – „Píratahreyfingin erlendis er næstum dauð“

Leggur til að Píratar og Samfylkingin sameinist – „Píratahreyfingin erlendis er næstum dauð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn