fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ólína svarar fullum hálsi – „Það var augljóslega óþægilegt fyrir Björn Bjarnason“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Ólína Þorvarðardóttir hefur svarað fyrrverandi ráðherranum Birni Bjarnasyni, sem gagnrýndi bók hennar Spegill fyrir skuggabaldur, í morgun. Bókin fjallar um spillingu í sambandi við mannaráðningar og útilokun vegna skoðana fólks. Björn sagði að bókin væri fyrirsjáanleg og kæmist að rangri niðurstöðu.

Sjá einnig: Björn hjólar í Ólínu – „Bók Ólínu er ófrumleg“

Nú hefur Ólína svarað þessari gagnrýni Bjarna í færslu sem birtist á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hún segir að bókin snúist um atvinnuofbeldi sem viðgangist á Íslandi, og að hennar mál komi vissulega fyrir, þó þau sjálf séu ekki endilega aðalatriðið.

„Björn Bjarnason fv. ráðherra sendir mér (nokkuð fyrirsjáanlega) kveðju í Morgunblaðinu í dag í tilefni af bók minni Spegill fyrir skuggabaldur. Hann er ekki kátur, frekar en við mátti búast, enda koma bæði hann og hans fólk nokkuð við sögu í bókinni. Björn virðist álíta að bók þessi fjalli um mig sjálfa og tvær stöðuráðningar sem ég hef farið á mis við. Það er þó mikill misskilningur því bókin fjallar um samfélagslega meinsemd sem er atvinnuofbeldi í formi fyrirgreiðslupólitíkur og klíkuráðninga á Íslandi – meinsemd sem hefur lengi grafið um sig og teygir anga sína víða. Farið er yfir fjölda mála sem ná allt aftur til upphafs síðustu aldar og fram á þennan dag, og þau sett í samhengi við þá spillingu og valdbeitingu skotið hefur rótum í samfélagi okkar.

Mín eigin mál koma þar við sögu, að sjálfsögðu, en það er mjög ofsagt að bókin hverfist um þau.“

Þetta samfélagslega vandamál sem Ólína fjallar um í bókinni kallar hún Skuggabaldur. Hún segir óþægilegt fyrir marga að horfast í augu við Skuggabaldur, þar á meðal fyrir Björn.

„Skuggabaldur er óvættur sem samkvæmt þjóðtrúnni er afkvæmi tófu og kattar. Ekkert fær grandað honum nema það að hann sjái sína eigin mynd. Bók mín er um skuggabaldrana í samfélagi okkar og skúmaskotin þar sem þeir leynast. Hún er spegill sem vissulega getur verið óþægilegt fyrir marga að horfa í. Það var augljóslega óþægilegt fyrir Björn Bjarnason.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2