fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Eyjan

Leggur til að Píratar og Samfylkingin sameinist – „Píratahreyfingin erlendis er næstum dauð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. október 2020 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason leggur til að Píratar og Samfylkingin sameinist í einn flokk enda séu stefnur flokkanna orðnar mjög líkar. Þetta kemur fram í stuttum pistli Egils á Facebook. Hann segir að ólíkt öðrum nýjum flokkum hafi Píratar fest sig í sessi og fylgi þeirra sé stöðugt. Hins vegar hafi margt sem flokkurinn boðaði og stóð fyrir reynst tálsýn og stefna hans hafi breyst. Sérstaklega hafi sýnir flokksins á höfundarréttarmál og áhrif samsfélagsmiðla á stjórnmál reynst rangar. Egill segir að þrátt fyrir að flokkurinn lifi góðu lífi hér á landi sé nafn hans orðið úrelt:

„Píratar eru stjórnmálahreyfing sem hefur fest sig í sessi á Íslandi ólíkt flestum nýjum flokkum sem koma og fara. Fylgi þeirra er nokkuð stöðugt. En það er merkilegt að sjá hvernig flokkurinn hefur breyst. Upphaflega eru Píratar angi alþjóðlegrar hreyfingar sem trúði því að internetið myndi gerbreyta stjórnmálum til hins betra með almennri þátttöku og umræðum. Þeir voru líka á móti höfundarrétti, trúðu því að notendum ætti að vera frjálst að deila efni að vild. Hvort tveggja hefur reynst tálsýn. Samskiptamiðlar hafa spillt stjórnmálum. Stórfyrirtæki eins og Spotify arðræna listamenn á netinu. Píratahreyfingin erlendis er næstum dauð. Píratar á Íslandi myndu líklega teljast nokkuð vinstri sinnaður krataflokkur með sterkar áherslur í sjálfsmyndarstjórnmálum. Þar eru þeir býsna nálægt Samfylkingunni og reyndar mætti segja að Píratar dragi Samfylkinguna í þessa átt. Þessir flokkar eru í bandalagi, eiginlega alltaf sammála – og stundum spyr maður hvort þeir gætu ekki sameinast. Nafnið Píratar lifir – en það er í raun orðið svolítið úrelt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Leggja til að frítekjumark hækki í 300 þúsund

Leggja til að frítekjumark hækki í 300 þúsund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“