fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Segir frítt áfengi vera ástæðuna fyrir því að borgarstarfsmenn vilja aðstöðu á Vinnustofu Kjarvals – „Svarið er Hennessy VSOP“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. október 2020 08:41

Samsett mynd: Egill Þór Jónsson og Vinnustofa Kjarvals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur úthlutað gæðingum innan borgarkerfisins klúbbkortum að „Vinnustofu Kjarvals“, einkaklúbbi sem starfræktur er í glæsilegu húsnæði við Austurvöll. Fyrr á árinu var upplýst að útsvarsgreiðendur í Reykjavík greiða 1,6 milljónir króna fyrir klúbbkortin,“ segir Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gagnrýnir hann harðlega þá ákvörðun að útvega völdum borgarstarfsmönnum funda- og vinnusaðstöðu á veitingastaðnum Vinnustofa Kjarvals við Austurvöll. Hefur borgin keypt klúbbkort fyrir meðlimi að Vinnustofu Kjarvals fyrir 1,6 milljónir króna.

Egill telur að engin þörf sér fyrir þessa fundaraðstöðu og hún sé ekki veitt þeim borgarstarfsmönnum sem búa við lökustu fundaraðstöðuna, t.d. starfsfólki leikskóla, heldur háttsettum starfsmönnum í stjórnsýslu borgarinnar sem hafi vinnuaðstöðu í Ráðhúsinu og Höfðatorgi við Borgartún. Egill segir enn fremur:

„Skiljanlegt er að borgarstarfsmenn vilji stundum leita út fyrir daglegan vinnustað sinn til fundahalda, t.d. vegna teymisvinnu eða starfsdags. En í þeim tilvikum standa til
boða afnot af óteljandi fundarherbergjum Reykjavíkurborgar sem mörg hver eru lítið nýtt. Úrvals fundaraðstaða er í öllum stjórnsýslubyggingum borgarinnar auk góðra
fundarsala í grunnskólum, menningarmiðstöðvum, félagsmiðstöðvum, frístundamiðstöðvum og borgarfyrirtækjum.“

Dýrar veigar eru ástæðan

Egill spyr hvers vegna vínveitingastaður úti í bæ henti betur til funda og viðtala en fundarherbergi borgarinnar. Hann segir svarið nú blasa við:

„Nú er komið svar við þessari spurningu. Svarið er Hennessy VSOP, Moscow Mule, Lagavulin (16 ára) og Chardonnay. Útvaldir yfirmenn og starfsmenn borgarinnar
hafa drukkið áfengi fyrir hundruð þúsunda króna á Vinnustofu Kjarvals og eru áðurnefndar víntegundir þar á meðal. Þá var tugþúsunda króna áfengisreikningur endurgreiddur í ofboði eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um málið.“

Jafnframt bendir Egill á að svokölluð „léttvínsregla“ hafi lengi gilt við áfengisveitingar hjá borginni, þ.e. að aðeins sé veittur bjór og léttvín. Sú regla sé greinilega ekki lengur í gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG