fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Eyjan

Reiði meðal Sjálfstæðismanna eftir að þeim var meinað að skipta um mann í nefnd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. október 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarstjórnar í gær óskaði Sjálfstæðisflokkurinn eftir því að fá að skipta út einum fulltrúa sínum fyrir annan í endurskoðunarnefnd borgarinnar. Diljá Mist Einarsdóttir óskaði þess þá að víkja sæti fyrir Einari S. Hálfdánarssyni. Beiðnin hafði legið fyrir fimm dögum fyrir fundinn. Hefð mun vera fyrir því að þeir flokkar sem eiga sæti í ákveðnum ráðum og nefndum borgarinnar geti óskað eftir breytingu á skipan fulltrúa.

Borgarstjórnarmeirihlutinn ákvað hins vegar að hafna beiðninni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja rót þeirrar ákvörðunar vera þá að Einar S. Hálfdánarson hefur verið gagnrýninn á framsetningu samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019. Borgarfulltrúi  Sjálfstæðiflokksins, Egill Þór Jónsson, fer yfir málið í grein á Vísir.is í dag og segir:

„Borgarstjóri kvartaði raunar sáran undan athugasemdum Einars á sínum tíma þegar samstæðureikningurinn var til umræðu í borgarstjórn og gaf lítið fyrir varnaðarorð hans og Sjálfstæðisflokksins, sem undirritaði reikninginn með fyrirvara vegna þessa. Svo virðist sem borgarstjóra sé ekki kunnugt um þá staðreynd að það er beinlínis hlutverk fulltrúa í endurskoðunarnefndum almennt, hvort sem það er hjá lífeyrissjóðum, lánastofnunum, tryggingafélögum eða Reykjavíkurborg, að hafa eftirlit með reikningsskilum. Nefndir sem þessar eiga sér stoð í lögum en skylt er að starfrækja slíkar nefndir í einingum tengdum almannahagsmunum.“

Egill segir að þessi ákvörðun meirihlutans sé svartur blettur á borgarstjórn. Hann segir enn fremur:

„Með þessu var sleginn nýr tónn í valdbeitingu meirihluta gegn minnihluta, en vinnubrögð þessi eru áfellisdómur yfir meirihlutaflokkunum og svartur blettur á borgarstjórn Reykjavíkur. En hvað útskýrir þessi vinnubrögð meirihlutans og borgarstjórans?“

Diljá Mist Einarsdóttir, sem ætlaði að skipta um sæti við Einar á fundinum, fer yfir málið á Facebook-síðu sinni:

„Undir lok fundar borgarstjórnar Reykjavíkur í kvöld varð það ótrúlega atvik að meirihluti borgarstjórnar hafnaði því að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkur borgarinnar, gæti skipt mér út sem nefndarmanni í endurskoðunarnefnd borgarinnar. Ég hafði óskað eftir því að láta af störfum fyrir nefndina og því hafði framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks okkar óskað eftir því sl. fimmtudag að þeir gætu skipt um nefndarmann á fundinum, líkt og hefð er fyrir og samþykkt er án undantekninga.
Það er hreint út sagt ömurlegur og ólýðræðislegur bragur á þessum vinnubrögðum meirihlutans. Sjálfstæðisflokkurinn hafði nefnilega ætlað að skipa í minn stað Einar S. Hálfdánarson sem sagði sig úr nefndinni fyrr á árinu vegna gagnrýni sem hann hafði uppi á reikningsskilaaðferðir Reykjavíkurborgar. Það vill svo þannig til að á dögunum kom út álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga þar sem fallist var á gagnrýni Einars og úrskurðað að framsetning samstæðuársreiknings Reykjarvíkurborgar fyrir árið 2019 stæðist ekki lög. Álitið er einmitt á dagskrá endurskoðunarnefndar nú síðar í vikunni. Eins og fram kom í máli borgarstjóra í kvöld stendur ásetningur hans til þess að koma í veg fyrir skipun Einars í nefndina. Af orðum hans mátti greina að hann telur að hlutverk endurskoðunarnefndar sé helst að klappa meirihlutanum á bakið og lappa upp á ásýnd hans. Honum til upplýsinga er lögbundið hlutverk nefndarinnar einna helst eftirlit með gerð reikningsskila borgarinnar. Það er víst nóg af fólki á skrifstofu borgarstjóra sem getur sinnt fyrrnefndu hlutverki. Borgarstjóri sagði Sjálfstæðisflokkinn sömuleiðis hafa gert undantekningu frá þeirri reglu að skipa fagmann í nefndina með skipun Einars (í besta falli ótrúlegur talsmáti hjá borgarstjóri, versta falli meiðyrði), en það er vert að taka fram að Einar er með meistarapróf í viðskiptafræði frá virtum amerískum háskóla með aðaláherslu á reikningsskil, löggiltur endurskoðandi (með óvirk réttindi) og hæstaréttarlögmaður. Hann hefur enda margoft verið matsmaður og sérfróður dómari þar sem reynir á reikningsskil.
Það setur ekkert minna en hroll að manni þegar borgarstjóri nefnir það í sömu andrá að það þurfi að endurskoða fyrirkomulag við skipun í nefndina og til þess að þagga niður í ,,fagmönnum” sem sinna því lögbundna hlutverki að benda á ólögmætar athafnir sem framkvæmdar eru á hans ábyrgð.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjartnæm minningarstund á Alþingi: „Glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur“

Hjartnæm minningarstund á Alþingi: „Glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Willum segir aðhaldskröfuna á Landspítalann vera 400 milljónir en ekki 4,3 milljarða

Willum segir aðhaldskröfuna á Landspítalann vera 400 milljónir en ekki 4,3 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða